Saga - 1994, Síða 82
80
HERMANN PÁLSSON
Tímatalið í æviskránni kemur prýðilega heim við tilvitnunina til
Sturlu að Grettir hefði verið skógarmaður sextán vetur þegar hann kom
til Drangeyjar og því höfðu nítján vetur liðið við dauða hans frá því að
hann var dæmdur á alþingi fyrir dráp Þórissona. Að hyggju Sturlu
Þórðarsonar líða fimmtán eða sextán ár frá því að Grettir er dæmdur
skógarmaður (sem sé 1012) uns hann fer til Drangeyjar, og á þeim ár-
um hrekst hann úr einum stað í annan: á Reykjahólum, í Ljárskógum,
á Amarvatnsheiði, Mýrum, í Þórisdal, á Suður- og Austurlandi, á Sand-
haugum í Bárðardal, áður en sest er að í Drangey. Að tímatali Grettlu
verður enn vikið í kaflanum um vetratöl.
Æviskrá Grettis er einungis í svokölluðum A-fl. Grettluhandrita,
eins og áður segir, og sama máli gegnir um frásögn af upptöku beina
þeirra Grettis og Illuga:
Skeggi, sonur Gamla, en mágur Þórodds drápustúfs, en syst-
ursonur Grettis, fór norður til Skagafjarðar með atgangi Þor-
valds Asgeirssonar og Isleifs mágs hans, er síðar var biskup í
Skálaholti, og samþykki alls almúga og fékk sér skip og fór til
Drangeyjar að sækja lík þeirra bræðra, Grettis og Illuga, og
færðu út til Reykja á Reykjaströnd og grófu þar að kirkju. Og
það til marks að Grettir liggur þar, að um daga Sturlunga, er
kirkja var færð að Reykjum, vom grafin upp bein Grettis og
þótti þeim geysistór og þó mikil. Bein Illuga voru grafin síðan
fyrir norðan kirkju, en höfuð Grettis var grafið heima að Bjargi
að kirkju.7
Sigurður Nordal telur að höfundur Grettlu hafi hafnað þessum kafla,
en hins vegar hafi sá sem skrifaði frumrit A-fl. bætt honum við eftir riti
Sturlu. Um beinaþáttinn gerir Sigurður Nordal fróðlega athugasemd:
Það er merkilegt, að á þremur stöðum í ísl. sögum er sagt frá
upptökum beina og beinum frægra fornmanna lýst, í Egils sögu,
Eyrbyggju og þessari innskotsgrein í A-fl. Grettis sögu. Egils saga
er rituð af Snorra Sturlusyni, í Eyrbyggju er vitnað til Guðnýjar
móður Sturlusona um bein Snorra goða og fleiri manna, og hér
lýsir Sturla beinum Grettis.8
Niðurstöður Sigurðar um ritsmíð Sturlu eru einkum þær sem nú skal
rekja. Sturla samdi ævi Grettis á efstu árum sínum („varla fyrr en um
7 Gr. s„ 269. bls.
8 SN, 16. bls.