Saga - 1994, Page 89
LANDNYRÐDMGUR Á SKAGAFIRÐI
87
kom heim, og með slíku móti kann sagan að hafa glatað tveimur árum
úr ævi garpsins. Þess konar villa gat hæglega slæðst inn í vetratal; hafi
Sturla skrifað með sínum rómversku tölum að Grettir hafi komið út til
Islands sumarið 1004 og dvalist næstu þrjá vetur á Bjargi áður hann
fékkst við Glám, þá gátu þær tölur hæglega brenglast. Og eftir viður-
eignina í Forsæludal virðast nokkur ár í viðbót hafa fallið úr ævi Grett-
is. Samkvæmt tímatali Sturlu líða ein fimm ár frá endalokum Gláms
(1007) uns Grettir er dæmdur sekur skógarmaður (1012), og er þá
hugsanlegt að dauða Þórissona hafi borið að höndum ári fyrr (1011) að
hyggju Sturlu, þótt þá sé að vísu teflt á tæpasta vaðið. An þess að víla
neitt fyrir sér lætur Grettluhöfundur þrjá atburði gerast sama árið: ut-
anför Grettis, dauða Þórissona og komu Ólafs Haraldssonar til ríkis í
Noregi. Atburðir gerast nú furðu hratt í Grettlu. Kominn er öndverður
vetur áður en þeir Grettir sigla norður um Stað og þá bíða Þórissynir
bana; Grettir er rekinn af skipi en kemst einhvern veginn norður til
Þrándheims á fund konungs; nokkrum dögum eftir að þangað kom
fastar hann til skírslu, dvelst í bænum „nokkra stund" eftir skírslu-
glöp, heldur síðan suður í land og er kominn allt austur á Jaðar þegar
jólin ganga í garð, drepur berserk, er þar yfir hátíðina og fer síðan aust-
ur til Túnsbergs og dvelst með Þorsteini „það sem eftir var vetrarins
og fram á vorið." Við þetta er ýmislegt að athuga; Grettla nefnir hér
engan ákveðinn vetrarstað, enda eyðir Grettir þessu misseri hingað og
þangað í Noregi; slíkt er í sjálfu sér harla ósennilegt, enda má vel vera
etratalið hafi einmitt nefnt þrjá dvalarstaði, sinn fyrir hvern vetur,
*Þrándheim, *Jaðar og *Túnsberg, og höfundur síðan slengt þeim
saman og gert einn úr þrem, en haldið þó nöfnunum til haga.
I öðru lagi kemur þetta illa heim við almennt tímatal, þar sem Olafur
tók ekki við ríki fyrr en 1015. Nú má telja víst að Ólafs helga hafi ekki
verið getið í *Vetratali eða *Ævi Grettis, en konungur gegnir því hlut-
verki í sögunni að taka Gretti sæmilega, leyfa honum að bera járn til
sýknar og vísa honum að lokum á brott eftir allan gauraganginn í
Þrándheimskirkju. Auk þess má sennilegt teljast að Þórir í Garði hafi
ekki átt nein samskipti við Ólaf helga, heldur einungis við Ólaf Tiyggva-
son, sem raunar er getið í Landnámu Hauksbókar.16 Þótt Ólafur konung-
16 Um Þóri farast henni orð á þessa lund: „Hann lét gera knörr í Sogni; þann vígði
Sigurður biskup hinn ríki, er var með Ólafi konungi Tryggvasyni en skírði Þóri"
(214. kap.).