Saga - 1994, Page 92
90
HERMANN PÁLSSON
neskju (: fóstra Önguls) ella þá af spádómsgjöf heilags anda (: Guð-
mundur góði), og raunar felst einnig sá grunur í lýsingum á þessu
fólki að fjölkynngi og kraftaverkum fylgi vald yfir náttúrunni sjálfri,
enda eru þau Þuríður í Viðvík og Guðmundur Arason gædd undra-
mætti sem höfundur Grettlu kunni vel að færa sér í nyt. Feigir verjend-
ur átta sig hins vegar ekki á réttu eðli óviðris, enda er því beint gegn
þeim sjálfum, og ugga því ekki að sér. Tumi telur ekki ástæðu til að
vera á verði í slíkum hamförum vinds og veðurs, og úti í Drangey
svíkst Glaumur ekki einungis um að draga upp stigann til varúðar,
heldur sofnar hann á verði og vaknar af illum draumi þegar Öngull
hnippir við honum.
Þótt einstök spor í Tuma þætti - og raunar mynstrið í heild - minni
rækilega á Grettlu, þá verða einnig skarpar andstæður með þessum frá-
sögnum. Sitt er hvort heilagur biskup á Hólum eða hundheiðin galdra-
norn í Viðvík, þótt hlutverk beggja séu býsna skyld. I Tuma þætti er
farið frá Málmey til lands og síðan sem leið liggur um Viðvíkursveit
heim að Hólum. Þessu er öfugt brugðið í Grettlu: lagt er af stað frá Við-
vík og farið út í Fljót (svo að landnyrðingur komi að góðum notum);
þaðan er svo siglt inn til Drangeyjar. Frásögnum af aftökum þeirra
Tuma og Illuga svipar að ýmsu leyti saman, en þó er um býsna sund-
urleitar manngerðir að ræða. Jafnvel saxið Kársnautur sem Grettir hafði
forðum hirt úr norskum haugi er ekki að öllu leyti sambærilegt við sax-
ið Tumanaut, frægasta vopn sinnar tegundar hérlendis á þrettándu
öld, þótt ýmislegt sé skylt með vopnunum tveim.
Landnyrðingur á Skagafirði
Uti í Drangey hnígur að haustlokum. Fóstra Önguls magnar rótartréð
þrem vikum fyrir vetur, „gekk öfug andsælis um tréð og hafði þar yfir
mörg römm ummæli. Eftir það lætur hún hrinda trénu á sjá og mælti
svo fyrir að það skyldi reka út til Drangeyjar og verði Gretti allt mein
að. [....] Vindur var utan eftir firði, og hófrót kerlingar ímóti veðri, og þótti
fara eigi vonu seinna" (250. bls.).17 Nokkrum dögum síðar fer helsjúkan
17 Magnaða fjölkynngi þurfti til að láta reköld fara móti vindi. Þó á slíkt sér stað um
finnskrefið í Örvar-Odds sögu, enda áttu þar Samar eða Lappar í hlut: „Það sjá þeir
þegar að það rak með öðru borði fram en öðru aftur til þess að það kemur allt í einn
bagga, þd rekur það óðftuga í gegu veðrinu, svo að það er senn úr augsýn" (1950: 221.
bls.).