Saga - 1994, Page 94
92
HERMANN PÁLSSON
og menn hans uggir að biskupsmenn muni ráðast á staðinn. „Semja nú
hýbýla háttu með því móti að Tumi lét halda sterka vörðu á staðnum og
hestvörð," en þó skortir slíkan viðbúnað þegar mest ríður á, rétt eins og
verður í Drangey; í hvorutveggja skipti veldur illviðri því að vörður er
ekki haldinn.
En þann tíma er dregur fram að kyndilmessu, þá leggjast að
stormviðri. Þess er getið eitt kveld, þá er Tumi er undir borð
kominn, að hann heimti til sín varðhaldsmenn sína og gefur
þeim frelsi þá nótt, og þetta þágu þeir (GuðmA 1983: 194. bls.).
í íslendinga sögu segir Sturla að biskupsmenn komu „til Hóla um nótt-
ina á óvart, því að Tuma menn sögðu að landnyrðingur skyldi halda
þeim vörð" (288. bls.). Arngrími ábóta farast orð á þessa lund: „Sem
herra biskup gekk frá kirkju um kveldið nemur hann stað og horfir
mót veðri; var landnyrðingur bæði óður og kaldur, svo að vökumenn
Tuma að Hólum gera sér svefn þetta sama kveld og segja að landnyrð-
ingur skal vaka" (116. bls.). Tumi er feigur og virðist gleyma því í bili
að úti í Málmey situr Guðmundur biskup sem veit lengra en nef hans
nær, ekki síður en kerlingin í Viðvík.
En þetta hið sama kveld mælti Guðmundur biskup til manna
sinna, Eyjólfs og Arons, að honum segði svo hugur um að á
þessari nótt mundi helst tóm til falla að leysa nokkuð þeirra
vandræði, þótt þeim þætti fyrir storms sakir eigi vandræða-
laust. Vildu nú og þegar af ávísan Guðmundar biskups fyrir
fullt ganga láta, því að það þótti jafnan vera mikil spásaga er
Guðmundur biskup sagði þeim [...] Bregða þeir nú við skjótt og
hrinda skipum á sjá og báru grjót á, því að þeim þótti eigi sigl-
anda fyrir stormi lausum skipum (GuðtnA 1983:194-95. bls.).
Hitt er þó ekki síður merkilegt að í B-gerð Guðmundar sögu er lýst fyrir-
burði sem á að hafa gerst hinn þriðja febrúar 1222; af þeirri frásögn er
ljóst að biskup veit um varnarleysi andstæðinga ekki síður en Onguls-
fóstru var allt kunnugt um hag Grettis úti í Drangey:
Svo er sagt að sá atburður varð í Málmey Blasíusmessu um kveld-
ið er biskup gekk frá kirkju, þá nam hann stað og leit í himininn
og mælti: „Mikla ógn býður þú nú drottinn minn." Þetta heyrðu
fylgdarmenn hans, Einar skemmingur og Eyjólfur Kársson, og
spurðu hvað væri í fyrirburðum. Biskup mælti: „Eigi má eg það
segja þér, en hitt mun eg segja yður, ef eg mætta eða ætta hefna
minna meingerða eða guðs réttar, þá munda eg nú til hætta, þar