Saga - 1994, Page 95
LANDNYRÐINGUR Á SKAGAFIRÐI
93
sem óvinir vorir ugga nú ekki að sér." Af þessi ávísan biskups
bregða þeir við skjótt. [....] (GuðtnB 1858: 548).
I B-gerð Guðmundar sögu er siglingu lýst af öllu meiri nákvæmni en í
elstu sögunni, og þar kemur fram, ekki síður en í Grettlu, hve ljúfur
byrinn er, þótt útlitið sé skuggalegt:
Veður var hið sterkasta, hríð bæði að stormi og frosti og myrkri,
en svo hafa biskupsmenn sagt síðan að þar væri logn er þeir
fóru og hið besta fararleiði, og kenndu þeir þetta biskupi sínum
með guði (S. r., s. st.).
I elstu gerð er þetta öðruvísi: „Lægði og þá þegar veðrið er þeir voru á
sjá komnir. Tóku þeir nú róðrarleiði, og tókst þeim allt auðveldlegar en
þeim þótti líkindi á vera" (GuðmA 1983:198. bls.).
I Guðmundar sögu segir biskup að viðskipti þeirra sendimanna hans
og Tuma hefði „farið eftir guðs forsjó," ekki síður en siglingin sjálf, og
kemur þar því fram svipuð hugmynd og skreppur upp úr fóstru Öng-
uls sem gefur í skyn að hún ráði storminum, enda þótti Þorbirni „verða
mega að kerling sæi lengra fram en hann ætlaði." Þeir sem sigla land-
nyrðing um Skagafjörð í brýnum erindagjörðum eiga sér fulltrúa sem
getur bæði séð fram í ókomna tíð og einnig gefið slík hollræði sem
duga, hvort sem hann er kristinn eða heiðinn.
Önnur bergmál frá Tuma pætti
Uti í Drangey verður viðnám minna en Öngull bjóst við. Þann dag fer
Glaumur nauðugur heiman úr skála til að gegna skyldu sinni og nenn-
'r þó hvorki að draga upp stigann né halda vörð. „Tók hann nú að syfja
mjög og lagðist niður og svaf allan daginn og allt þar til er Þorbjörn
kom til eyjarinnar" (258. bls.). Rétt eins og biskupi hafði vitrast að eng-
'n varðhöld yrðu rækt á Hólum tiltekna nótt, veit galdranornin í Viðvík
að vörðurinn í Drangey sefur furðu vært þenna dag. Öngull gefur
Glaumi undarlega úrslitakosti: að segja frá híbýlakostum ella vera drep-
Ir»n, en hér er þó um að ræða eitt af mörgum atriðum Grettlu sem skýr-
ast þegar borið er saman við Tuma þátt. Vitaskuld hefur húsakostur í
Drangey verið heldur lítilmótlegur: fjórir veggir úr torfi og grjóti, ein-
faldur kofi með tyrfðu þaki og lágum dyrum. Um Hólastað sjálfan
gegndi allt öðru máli, enda senda biskupsmenn njósnara þangað til að
"Skynja hýbýla háttu og hvílur hinna betra manna," og þegar þeir
koma til Óslands frétta þeir „að Tumi væri heima og svæfi úti í skemmu