Saga - 1994, Síða 98
96
HERMANN PÁLSSON
biskupsmenn eld í skemmu, svo að þeim Tuma og fylgdarmönnum
verður ekki vært, og beiðir hann útgöngu og griða.
En er Tumi gekk út, þá tóku þeir hann og velktu hann lengi
úti, og ræddu sumir um að þeir vildu kvelja hann, en sumir
mæltu hann undan, og gerði honum kalt. Þá mælti Tumi að
honum þótti við því búið að nökkurir menn ætlaði að hann skylfi
af hræðslu. Lofuðu prí nllir hreysti hans og mæltu hann undan.
Einar skemmingur kvað hann eigi hafa svo skipt goðorðum fyr-
ir norðan land að hann skyldi lifa lengur, og hann vá að honum,
því að eigi urðu aðrir til.
Einar er því ekki einungis sá sem ræður aftöku Tuma heldur gegnir
hann einnig hlutverki böðuls: hann er bæði ráðbani hans og handbani,
enda leið ekki á löngu áður hann hlaut verðskuldaða refsingu fyrir;
tveim mánuðum síðar andaðist hann af nefdreyra. Aftaka Illuga minnir
að mörgu leyti á dauða Tuma, enda dregur hún dám af grimmd þrett-
ándu aldar.
í Grettlu hrifsar Öngull saxið Kársnaut, sem Grettir hafði forðum hirt
úr haugi á Háramarsey og borið síðan. Nú verður það eign veganda,
eins og eðlilegt þótti, og síðan hefur Öngull það með sér allt austur í
Miklagarð. Öngull er að nokkru leyti að hefna sín á þeim Gretti fyrir
það fjártap sem vist þeirra í Drangey hafði valdið honum. Um Einar
skemming er það tekið fram að hann „hafði fengið stórar skapraunir af
Sturlungum í mannamissi og fésköðum," enda þarf ekki að leita fram-
ar að þeim sökum sem hann átti við Tuma Sighvatsson, þótt Einar taki
að vísu fram að Tumi hafi eigi „svo skipt goðorðum fyrir norðan land að
hann skyldi lifa lengur." Þó bregður svo undarlega við að sax Tuma
fellur ekki í hlut veganda heldur eignast Aron Hjörleifsson gripinn.
I Grímsey með Guðmundi biskupi þykir Aroni liðið lítt búið að vopn-
um og spyr Eyjólf hvort nokkur maður bæri vopnin Tuma í flokki
hans. Eyjólfur kvað öngvan bera og sagði heima vera. „Þyki mér sem
ærinn muni ofsi vera í skapi þeirra feðga, þótt eigi væri slíkar skap-
raunir görvar." En Aron fer heim „og vopnar sig með öruggri brynju
og góðum hjálmi og sterkri hlíf. Hið fjórða vopn var mikið sax, sem
stórt sverð, og var það hið ágætasta vopn" (206. bls.). „Hér máttu sjá,
ragur fjandinn, mækinn Tumanaut, bróður þíns," segir Aron við Sturlu
Sighvatsson úti í Grímsey (207. bls.).
Engar heimildir minnast þess að Aron hafi farið með saxið til Mikla-
garðs eins og Öngull gerði forðum, en hitt er alkunna að hann var einn