Saga - 1994, Page 100
98
HERMANN PÁLSSON
væri, en þó væntir mig að hér kyrrist frá þessum degi." Og svo varð,
því að aldrei síðan varð þar mein að óvættum." (Bisk. II. 109-10).
En magnaðasta afturganga sem Guðmundur kvað niður og sú sem
einna helst er sambærileg við Glám var flagðið Selkolla í Steingríms-
firði; í Guðmundar sögu er hún raunar kölluð óhreinn andi, rétt eins og
Glámur í Grettlu. Hér skal snögglega bera saman atriði í lýsingu beggja:
En sjá fjandi gekk svo djarflega að menn porðu eigi að fara nauð-
synja sinna um þær sveitir, þó að hraustir menn væri. Gekk
þessi fjandi svo um daga sem nætur, og engi var óhræddur um
sig þar um sveit. (Bisk. I. 605. bls.).
Gekk hann [þ.e. Glámur] þá nálega nætur og daga. Varla porðu
tnenn að fara upp í dalinn, þó að ætti nóg erindi. (Grettla, 113.
bls.).
Hér svipar orðalagi svo mikið saman að naumast getur verið um ein-
bera tilviljun að ræða, jafnvel þótt Eyfirðingurinn Guðmundur frá Grjótá
virðist í fljótu bragði eiga harla lítið sameiginlegt með Miðfirðingnum
Gretti frá Bjargi; en báðir lenda þó í útlegð, eiga í útistöðum við Skag-
firðinga og eru ógæfumenn, hvor á sína vísu. Aðferðir þeirra hvors um
sig við að hreinsa byggðir af óvættum eru næsta ólíkar: aflraunir Grett-
is og kraftaverk Guðmundar eru sitt úr hvoru sauðahúsi; fáir munu
vera svo ófróðir að þeir álpist til að rugla saman Selkollu og Glámi. Allt
um það virðist Grettla draga nokkurn dám af Guðtnundar sögu, og er
sennilegt að höfundur hinnar fyrrnefndu hafi lesið biskupssöguna og
þegið ýmis atriði úr henni án þess að gera sér grein fyrir slíku hnupli,
enda sópaðist hann víða fyrir um aðföng í listaverkið. Á hitt ber einnig
að líta að Sturla Þórðarson virðist hafa haft áhuga á afturgöngum. Mun
því þykja fróðlegt að hyggja af nokkurri smásmygli að Gláms þætti í
Grettlu og Selkollu þætti í Guðmundar sögum biskups, og verður þá fyrst
vikið að Selkollu.
Sturla Þórðarson drepur stuttlega á ýmsar jartegnir Guðmundar bisk-
ups sem eru ekki skráðar í Islettdinga sögu og minnist þess að sumarið
1210 fer biskup yfir Vestfjörðu.
En um veturinn var hann á Breiðabólstað í Steingrímsfirði með
Bergþóri Jónssyni, og urðu þar margir hlutir þeir er frásagnar
væri verðir og jartegnum þótti gegna, pótt pað sé eigi ritað ípessa
bók, bæði það er biskup átti við flagð það er þeir kölluðu Selkollu
og margt annað (254.-55. bls.).
Þetta er hið eina sem Sturla segir um Selkollu í íslendinga sögu, en Arn-