Saga - 1994, Page 101
LANDNYRÐINGUR Á SKAGAHRÐI
99
grímur ábóti (78. bls.) staðhæfir að Sturla hafi skrifað um flagðið, og
kemur slíkt heim við ummæli Sturlu sjálfs; orðtakið „eigi ritað á þessa
bók" gefur í skyn að fróðleikur um jartegnir Guðmundar sé skráður í
einhverri annarri, og er eins konar afsökun. Arngrími farast orð á
þessa lund:
Svo mikinn ógang hafði þessi fjandi á nætur og daga að gildir
menn þorðu eigi að fara vega sinna, því að þar kom hún upp úr
jörðunni sem síst varði. Stendur þessi sút með svo miklu áfalli
sem herra Sturla vottar er pessa sögu samsetti að sumir lágu blind-
ir, sumir beinbrotnir, aðrir með öllu dauðir, svo að öll sú héraðs-
byggð var uppnæm til auðnar áður læknir kom (78. bls.).
Einsætt er af þessu að Arngrímur hefur þekkt og notað *Selkollu pátt
eftir Sturlu, og frásögnin af Selkollu í Guðmundar sögu hinni elstu mun
vera af sömu rótum runnin og þáttur Sturlu. Nú kemur þátturinn í
ágripi:
Maður og kona á Eyjum í Steingrímsfirði eru send með nýfætt mey-
barn til skírnar á Stað í sömu sveit. Á leiðinni
þá leggjast þau niður og leysir konan af sér barnið, en hann
leggst með konunni. En er þau koma til barnsins á eftir, þá
sýnist þeim það dautt og illilegt, og þar láta þau eftir barnið. Og
er þau koma skammt í burt, heyra þau barnsgrát og fara eftir
hljóðunum, og sýndist þeim það þá enn illilegra en fyrr og þora
þá eigi í nánd að koma; fara nú heim og segja af hið Ijósasta að
því sinni. Fara menn nú og leita barnsins, og finna eigi, en litlu
síðar sýndist þar kona og eigi fríð ásýndar, því að stundum þótti
selshöfuð á vera. Fyrir því var hún Selkolla kölluð.21 Skildu
menn nú af þeim atburð að óhreinn andi var hlaupinn í húk barns-
ins, og mátti sjá fjanda þann dag sem nætur" (Bisk. I. 604-5).
Einkum sótti Selkolla að bóndanum á Hafnarhólmi, birtist honum í
Eki konu hans, glapti hann til samlags við sig og gerðist svo áleitin við
Eann að „öngvir þorðu nær honum að koma." Til allrar hamingju kem-
Ur vestur í byggðir maður sá sem var flestum öðrum meir lagður til að
2' Djöflar gátu brugðið á sig ýmsum myndum og stærðum. Glámur birtist Gretti enn
stærri og stórskornari en hann virðist hafa verið í lifanda lífi. Eftir að óhreinn andi
hefur tekið sér bólfestu í skrokk Gláms var aldrei að vita hvernig hann myndi
koma mönnum fyrir sjónir. Sjá greinarstúf minn „Um Glám í Grettlu: Drög að
íslenskri draugafræði." Saga Nezvs 6 (1992), 1.- 8. bls.