Saga - 1994, Page 102
100
HERMANN PÁLSSON
koma af afturgöngum og reimleikum: Guðmundur biskup fer til Hafn-
arhólms með klerkum sínum „og voru mjög hræddir allir nema bisk-
up. Kom hann þar um kveldið, og var illt að koma sakir aumleika
fólks og ódauns í húsum. Þar var sút og grátur á fólki, er kvalið var af
óhrcinum midn." Þegar biskup kom til hvílu sinnar og ætlaði að fara af
klæðum, hleypur til ein kona, að því sem sýndist, og tekur til fótar
biskups og kippir af hosunni, og var þar komin Selkolla. Biskup þríf-
ur af henni hosuna og keyrir í höfuð henni og biður fjanda þann fara
þar niður sem kominn var, og svo var að hún sökk þar niður. Síðan lét
biskup alla heimamenn vera í stofu hjá sér um nóttina, og svaf fólk
lítiö. Guðmundur skipar þessum óhreina anda að fara niður og koma
aldrei aftur upp í Vestfirðinga fjórðungi og gera engum hér mein síðan.
En Selkolla slapp í líki beinhnútu á báti yfir til Miðfjarðar, átthaga
Grettis hins sterka.
Upphaf draugsa í Grettlu er með öðrum hætti. I Forsæludal er reimt
mjög af völdum einhvers konar meinvættar; við hana fæst Glámur
sauðamaður eina jólanótt og fannst dauður daginn eftir. Þau ullu dauða
hvers annars. Þeim sem Iesa Grettlu hættir til að láta sér skjótast yfir
merkilegt atriði í þróunarsögu Gláms. Hann gengur ekki aftur af ráðn-
um vilja sínum, heldur hlýtur hann sömu ósköp eftir dauða sinn og
meybarnið í Steingrímsfirði, kerlingin í þættinum Af Petro þræl og aðrar
afturgöngur sem stjórnað er af djöflum. Að hyggju manna fyrr á öldum
dó þessi nýfædda mær heiðin, með því hún var þá óskírð, enda seg-
ir Einar Gilsson í Selkolluvísum að hjúin fóru „með heiðnu barni."
Ohreinn andi átti því hægt með að komast í líkama barnsins, en slíkt
hefði hann ekki getað ef barnið hefði náð skím áður. Glámur er ekki ein-
ungis heiðinn heldur þverbrýtur hann kristnar reglur um jólahald með
því að snæða heilan dagverð þegar skylt var að fasta, og eftir að mein-
vættur hefur orðiö honum að bana gat óhreinn andi eða einhver annar
útsendari djöfulsins gert sig heimakominn í búknum og notað skrokk-
inn í sínar eigin þágur. Það er ekki að ástæðulausu að höfundur Grettlu
notar orðið þræll um Glám afturgenginn. Hinn látni sauðamaður ræður
ekki lengur yfir líkama sínum, heldur hefur óhreinn andi tekið sér
bólfestu þar og lætur jarðneskar leifar Svíans gera öll þau ódæði sem
honum sýnist sjálfum; draugurinn Glámur er í ánauð. I Grettlu er orð-
takið óhreinn andi ekki einungis notað um Glám (122. bls.) heldur einnig
um piltinn í Þrándheimkirkju (133. bls.), enda virðast báðir vera af ein-
um og sama toga.