Saga - 1994, Síða 104
102
HERMANN PÁLSSON
Aftanmálsgreinar
1 Fróðleiksgrein Árna hefur verið prentuð þrívegis, og verður hér farið eftir nýjustu
útgáfunni: Jón Helgason, „Athuganir Árna Magnússonar um fornsögur", Gripla IV
(1980), 33. - 64. bls. Greinin hljóðar á þessa lund með nútíma stafsetningu: „Grettis-
saga gengur nær fabulæ en historiæ; er full með fabulas <og> parachronismos; er
interpoleruð úr einhvörju opere Sturlu Þórðarsonar, og hans ætla eg vísurnar sé.
Grettis saga sú er vér höfum er interpoleruð úr þeirri, er Sturla Þórðarson hefur
ritað, og það kannske seint á tímum. Interpolator mun hafa sett fabulas þar inn. Eg
minnist mig að hafa séð gamalt fragment úr þessari Grettissögu. Annars er ei óvíst,
að Grettissaga Sturiu hafi og fabulosa verið, og líkara þyki mér, að Sturla hafi komið
við vísurnar er standa í þeirri, sem vér nú höfum. Þessi saga er fabulis plena." (49.
bls.).
2 Aftanmáls skal minna á eftirmála Grettlu í AM 152 A, 4to: „þó að sagan sé ófróð-
lega saman sett, en þeir þættir eigi ritaðir, sem merkilegir þykja; en það sem eigi er
ritað mega þeir saman setja sem kunna en skra(pa) þetta af í burt." (Gr.s. 290. bls.,
1. nmgr.). Einnig má víkja snögglega að ummælum Mrigus sögu um aukna texta,
enda er óhætt að gera ráð fyrir því að Grettla sé ekki eina fornsagan sem þróaðist í
slíka átt: „Nú þó að vér finnim eigi að þessari sögu beri saman við aðrar sögur, þær
er menn hafa til frásagnar, þá má það til bera að ófróðir menn hafa í fyrstu slíkar eða
aðrar frásagnir saman sett, og skilur því mest á um frásagnir að þeir sem rita eða
segja þær sögur, er þeim þykir skammt um talað er oröfærir eru, þá auka þeir með
mörgum orðum, svo að þeim sem skilja kunna þykir með fögrum orðum fram born-
ar, sem áður voru sagðar með ónýtum orðum" (Mrigus saga jarls. Útg. Páll Eggert Óla-
son (Reykjavík 1916), 271. bls.). Ymis rök hníga í þá átt að aðrar sögur kunni að hafa
þróast af skemmri 'frumsögum, en hitt mun einnig hafa átt sér stað að fullsköpuð
saga hafi verið stytt svo að um munar.
3 „Það færist mjög I aukana á Sturlungaöld, að sigurvegarar í bardögum taki óvini
sína af lífi. Aftökur höfðu ekki tíðkast á Islandi í fornri tíð, ef marka má íslendinga-
sögur, en á þrettándu öld verða þær algengt niðurlag átaka." Guðrún Nordal, „Eitt
sinn skal hver deyja." Skíruir 163. ár. (Vor 1989), 80. bls. En karlmennska á bana-
stund var metin að verðleikum: „Lét Oddur þar líf sitt við mikla hreysti og dreng-
skap" (íslendinga saga, 516. bls.).