Saga - 1994, Síða 106
104
SIGURJÓN PÁLL ÍSAKSSON
rekja uppruna þess og sögu. í tilvísunum ætti að mega finna helztu rit
sem fjalla um þetta efni, og skal vísað til þeirra um frekari fróðleik.
Jón Helgason hefur lýst Möðruvallabók skilmerkilega í Hcmdrita-
spjalli sínu (1958) og segir þar:
Möðruvallabók er mest allra handrita að íslendingasögum. Þar
er fremst Njála, þá Egils saga, Finnboga saga, Bandamanna
saga, Kormáks saga, Víga-Glúms saga, Droplaugarsona saga,
og er þessum sögum sýnilega skipað eftir héruðum. En síðan
eru fjórar sögur fyrir utan röðina: Ölkofra þáttur (sem að vísu
eru dæmi til að talinn hafi verið til austfirðingasagna), Hallfreð-
ar saga, Laxdæla og Fóstbræðra saga. Eftir Möðruvallabók eru
útgáfur flestra þessara sagna gerðar, enda eru sumar sögurnar
hvergi til heilar nema í henni. A eftir Njálu hefur skrifarinn
verið að hugsa um að setja Gauks sögu Trandilssonar, því að
hann hripar þar á blaðið: „Láttu rita hér við Gauks sögu Trand-
ilssonar, mér er sagt að herra Grímur eigi hana"; en því miður
hefur ekki náðst í þá sögu, og nú er hún löngu týnd. Möðruvalla-
bók hefur tíðast verið talin frá öndverðri 14 öld, og er það aug-
ljóslega rétt, úr því að hún er skrifuð á dögum herra Gríms (Grím-
ur Þorsteinsson er fyrst nefndur herra 1316 og dó 1351). Möðru-
vallabók ber það með sér að hún hefur verið mikið lesin; sumar
blaðsíður eru svartflekkóttar og torlesnar og einatt slitnar, eink-
um þar sem kver mætast. Allra sárgrætilegast er að á blaðsíð-
unni aftan við Egils sögu er skráð Arinbjarnarkviða Egils Skalla-
Grímssonar og hefur einmitt lent aftast í kveri; hafa hendur
síðan einatt leikið um þessa blaðsíðu er bókin var lesin, og er
kviðan sum þurrkuð út, en hitt vandlesið sem eftir er. Arin-
bjarnarkviða er hvergi til annarsstaðar, og hafa forvitnir menn
því leitað bragða við, helzt með því að væta blaðið; ekki hefur það
bætt úr skák. En að hafa fyrir sér slitið blað, sjá móta fyrir stöf-
um og fá ekki lesið, er í sjálfu sér meiri skapraun en ef blaðið
væri týnt; verður þá að bera sig að huggast við þá von að óbomir
töframenn í meðferð ljósa kunni einhverju að fá áorkað síðar
meir. Af hinni fornu Möðruvallabók eru 189 blöð eftir [réttara
187,5 blöð], en mun fleiri hafa veriú fyrir öndverðu. I Njálu vant-
ar á þremur stöðum, en úr því hefur verið reynt að bæta með því
að auka inn 12 blöðum sem skrifuð em á 17 öld á heldur vont
skinn (eitt þeirra blaða hefur verið skorið úr aftur). Einkennilegt