Saga - 1994, Síða 107
MAGNÚS BJÖRNSSON OG MÖÐRUVALLABÓK
105
er að það sem á þessi blöð er skráð, stenzt alls ekki á við eyðurnar
sem komnar voru í bókina, og skýrði Jón Sigurðsson það þannig
að blöðin væru ekki skrifuð til fyllingar eyðunum, heldur hefði
Njáluhandrit frá 17. öld verið tekið sundur, nokkur blöð úr því
sett inn í Möðruvallabók, en hinum þá líklega fleygt. Mun
þessi tilgáta sennilega rétt, þó að skrýtið sé að svo skyldi hittast
á að brot ungu bókarinnar hefur verið öldungis hið sama sem á
hinni gömlu. Þá vantar tvö blöð í Egils sögu og hafa ekki týnzt
úr fyrr en eftir að þessi saga var fyrst skrifuð upp eftir Möðru-
vallabók nálægt 1640. Loks er Fóstbræðra saga mjög óheil, að-
eins fjögur blöð úr henni varðveitt. Síðara hluta hennar vantaði
þegar Ami Magnússon eignaðist bókina, og tjóar ekki um það að
sakast, en hitt er lakara afspurnar að ein níu blöð úr þessari
sögu sem enn voru til kringum 1760, eða jafnvel lengur, hafa
farið forgörðum, og er þar varla öðrum til að dreifa en íslenzk-
um stúdentum sem við Fóstbræðra sögu hafa fengizt á þessum
tímum. Um sögu Möðruvallabókar vita menn það fyrst að
Magnús Björnsson lögmaður (d. 1662), sem talinn var mestur
auðmaður á íslandi á sinni tíð, hefur skrifað í hana þessa grein:
„Magnús Björnsson með eigin hendi anno 1628 á krossmessu
sjálfa um vorið, hvör eð var sá 3 Maii mánaðar, í stóru baðstof-
unni á Möðruvöllum". Þetta hafa menn skilið svo, að Magnús
hafi þá eignazt bókina og hafi hún áður verið á Möðruvöllum,
og eftir þessari grein hefur henni verið gefið nafn, þó ekki fyrr
en seint á 19. öld. Á öðmm stað er sagt beinum orðum að „þessa
sögu" eigi Magnús Björnsson. Magnús bjó á Munka-Þverá og
sonur hans, Björn Magnússon sýslumaður, eftir hann. Björn
var, að sögn Boga Benediktssonar, „óskarpur og einfaldur að
greiða sig út af flækjum mótstöðumanna sinna"; hann komst í
skuldir við Bessastaðavaldið og var dæmdur frá sýslunni og
klaustrinu árið 1684, er hann var um það bil sextugur. Hann
sigldi þá til að tala máli sínu erlendis og var í Kaupmannahöfn
þangað til sumarið eftir. Þá hafði Thomas Bartholin nýlega verið
skipaður konunglegur fomfræðingur. Honum færði Bjöm Möðm-
vallabók að gjöf, og má nærri geta hvað fyrir honum hefur
vakað; tókst honum og að fá konungsbréf að hann mætti halda
lénum sínum, þótt ekki væri örðugleikum hans þar með lokið,
en það er önnur saga. Bartholin andaðist 1690, og eignaðist Árni