Saga - 1994, Page 113
MAGNÚS BJÖRNSSON OG MÖÐRUVALLABÓK
111
Jón Helgason telur hugsanlegt að Möðruvallabók hafi upphaflega átt
að verða í tveimur bindum, því að Egils saga byrjar með nýju kveri og
fremsta síðan höfð auð, eins og þar sé upphaf bókar.8 E.t.v. hefur Njála,
ásamt Gauks sögu Trandilssonar, átt að verða sérstök bók, og Egla
önnur, ásamt hinum sögunum. En sú áætlun hefur greinilega breytzt,
því að af kjalgötum má sjá að bókin hefur öll verið innan sömu spjalda
frá upphafi. Til viðbótar þessum rökum Jóns má benda á, að í Njálu
eru að jafnaði 42 línur í dálki, en frá og með Eglu er einni línu færra.
Það bendir ótvírætt til að bókin hafi verið rituð í tveimur áföngum.
I Egils sögu vantar tvö blöð, annað milli blaða 77 og 78, hitt milli 83
°g 84. Hafa það verið fyrsta og síðasta blað í 10. kveri. Jón Helgason
segir í Handritaspjalli, að þessi blöð hafi ekki týnzt úr fyrr en eftir að
sagan var fyrst skrifuð upp eftir Möðruvallabók um 1640. Þessi stað-
hæfing Jóns fær ekki stuðning í Egluútgáfum, en getur þó verið rétt.
Kvæðið Höfuðlausn vantar alveg í Möðruvallabók. Af Sonatorreki er að-
eins upphafserindið, en þar sem Arinbjarnarkviða á að vera er eyða fyrir
eina vísu. Athyglisvert er að skrifarinn hefur hlaupið yfir 14 lausavísur
í Eglu, en skilið eftir eyður fyrir þær.9 Síðar hefur annar maður fært vís-
umar inn, og einnig upphafserindi Sonatorreks. Sigurður Nordal
skýrir þetta með því að aðalskrifarinn hafi treyst öðrum manni betur til
að fást við vísumar.10 Fullt eins líklegt er að þessar vísur hafi ekki verið
1 handritinu sem skrifað var eftir, eða þá mjög afbakaðar, en síðar feng-
'?-t annað handrit til að bæta úr því, sbr. næsta kafla. í Möðruvallabók
eru auk þess eyður fyrir tvær lausavísur, sem ekki hafa verið færðar
inn og hvergi eru varðveittar annars staðar (í 59. og 75. kafla).11 Annars
® Jón Helgason: Gauks saga Trandilssonar. Heidersskrift til Gustav Indrebe (Bergen
1939), bls. 93 og 95. Endurprentað í Ritgerðakorn og ræðustúfar (Rvík 1959), bls. 101
og 103.
9 I Möðruvallabók eru 14 lausavísur færðar inn eftir á af öðrum skrifara (vísa nr. 1, 8
seinni helmingur, 9,19, 20, 24, 32 línur 7-8, 33 öll nema tvö fyrstu orðin, 34, 35, 36,
38, 42 og 49) svo og upphafserindi Sonatorreks. Fyrri helming 23. lausavísu vantar,
en seinni helmingurinn (ásamt nokkrum orðum á undan og eftir) er færður inn af
þriðja skrifaranum um leið og aðaltextinn. Sjá Den Norsk-Islandske skjaldedigtning A I
(Kbh. 1908-12), bls. 29, 40 og 49-58. Egils saga Skallagríntssonar (Kbh. 1886-88), bls.
ni. Finnur Jónsson gaf út.
10 Egils saga Skalla-Grímssonar. íslenzk fornrit II (Rvík 1933), bls. xiv-xv. Sigurður
Nordal gaf út.
11 íslenzk fornrit II (Rvík 1933), bls. 180, neðanmálsgrein 2, og bls. 235, nmgr. 4. Sjá aft-
anmálsgrein 1.