Saga - 1994, Side 114
112
SIGURJÓN PÁLL ÍSAKSSON
er algengt í fornum handritum að hlaupið sé yfir vísur. í Egluhand-
ritinu í Wolfenbtittel er t.d. hlaupið yfir fimmtu lausavísu sögunnar:
Síþögla gaf söglum ... o.s.frv. Þar segir aðeins: „Um daginn eftir kvað
E(gill) v(ísu) aðra." Einhver hefur síðar fært hana inn neðanmáls eftir
annarri heimild.12
Aftan við Eglu hefur upphaflega verið auð síða (99v), en þar eru ein-
mitt kveraskil. Síðar hefur Arinbjamarkviða verið skrifuð þar með lítið
eitt yngri hendi, frá 15. öld. Eins og fram kemur í greinargerð Jóns
Helgasonar er þessi síða illlæsileg, og er engu líkara en að hún hafi
verið skafin. Þó tókst þeim Guðbrandi Vigfússyni (árið 1860) og Finni
Jónssyni (1886-88) að lesa 22'h vísu, þ.e.a.s. vinstri dálk allan og efri
helming hægri dálks, en neðri hluti hans er ólæsilegur, þar örlar varla
á letri. I vinstra dálki eru tæplega 15 vísur; skv. því hafa verið u.þ.b.
30 erindi á þessari síðu. Þeir félagar höfðu nokkurn stuðning af Worms-
bók Snorra-Eddu, þar sem eru tveir vísupartar úr kviðunni, fyrri hluti 8.
vísu og síðari hluti 17. vísu. Einnig eru í málskrúðsfræði Ólafs hvíta-
skálds þrjár vísur eignaðar Agli Skalla-Grímssyni, og þar sem ein
þeirra er 15. erindi Arinbjarnarkviðu, þá ættu hinar tvær að vera úr
niðurlagi kviðunnar. Virðist önnur þeirra augljóslega lokaerindið.13 Ef
trúa skal þeim orðaslitrum sem Guðbrandur Vigfússon taldi sig geta
lesið í neðri hluta hægri dálks, þá hafa þær ekki staðið þar. Kviðan
virðist því hafa verið lengri en svo að hún kæmist á þessa síðu. Arin-
bjamarkviða er skrifuð í afmarkaða dálka, eins og tíðkast í öðmm hlut-
um Möðruvallabókar, og línufjöldi sá sami. Spássíur eru breiðar, en
samt hefur skrifarinn ekki notað spássíurnar fyrir það sem vantar á
kviðuna. Það bendir til að bætt hafi verið inn blaði fyrir niðurlag hennar,
en það er fyrir löngu glatað. Óvíst er hve mikið vantar á Arinbjarn-
arkviðu. Guðbrandur Vigfússon ályktaði út frá efnisskipun hennar að
heil hafi hún verið ríflega 40 erindi.14 Hafa þá verið a.m.k. tíu erindi á
12 Sjá Manuscripta Islandica III (Kbh. 1956), fol. 34v. Jón Helgason gaf út.
13 Edda Snorra Sturlusonar - Codex Wormianus (Kbh. 1924), bls. 112. Ólafur Þórðarson:
Málhljóða- og málskrúðsrit. Grammatisk-retorisk afhandling (Kbh. 1927), bls. 41, 72, 82
og 87. Snorra-Edda (Rvík 1949), bls. 123. Finnur Jónsson virðist telja 9. erindi Arin-
bjarnarkviðu vafasamt. Prentar það innan homklofa með smáu letri í Egluútgáfu
sinni, bls. 358, og setur spumingamerki við það í Den Norsk-Islandske skjaldedigtning
BI(Kbh. 1908-12), bls. 39.
14 Guðbrandur Vigfússon: Um nokkrar íslendingasögur. Ný Félagsrit 21 (Kmh. 1861),
bls. 126-27. Guðbrandur Vigfússon og F. York Powell: Corpus Poeticum Boreale I
(London 1883), bls. 271-75 og 380. Ljóspr. í New York 1965.