Saga - 1994, Page 115
MAGNÚS BJÖRNSSON OG MÖÐRUVALLABÓK 113
Efni Möðruvallabókar Blaðsíðutal, upph. Athugasemd Isl. fornrit
Auð síða 001 r
Óvíst efni, e.t.v. kvæði 001 va
Njáls saga 001 vbi - 056rbs Blöð 1-8 vantar. 12
ÍTeikningar og krot] 056v - 057r
Egils saga 057vai - 096rb4i Blöð 73 og 80 vantar. 2
lArinbjarnarkviða, f. hl.] 096vai - 096vb4i 2
lArinbjarnarkviða, s. hl. ] Viðaukablað milli
96 og 97 vantar. 2
Finnboga saga 097rai - Illra4i 14
Eandamanna saga lllrbi - 117vb2i 7
Kormáks saga 117vb22 -126rb7 8
Víga-Glúms saga 126rbs - 138va32 9
Droplaugarsona saga 138va33 -144vb4 11
Ölkofra saga 144vb5 - 146va3l 11
Hallfreðar saga 146va32 - 153rbi0 8
Laxdæla saga, Bolla þáttur 153rbii -195rbs 5
Fóstbræðra saga 195rb9 - 214va Blöðl96,197 og
201-214 vantar. 6
viðbótarblaðinu. Slíkt viðbótarblað hefur hins vegar rúmað tæplega 60
vísur, og því gætu fleiri kvæði hafa staðið þar, t.d. Sonatorrek, sem er
25 erindi, og jafnvel einnig Höfuðlausn, sem er 22 erindi.
I seinasta kverinu (blöðum 196-201) eru aðeins sex blöð, og vantar
tvö blöð í Fóstbræðra sögu á milli 198 og 199. Þau voru til fram yfir
miðja 18. öld, svo og sjö blöð aftan við 201, þ.e.a.s. átta blaða kver sem
seinasta blaðið hafði týnzt af. Niðurlag sögunnar hefur fyllt 6,2-6,7 blöð
«1 viðbótar við þessi sjö. Lægri talan miðast við texta Hauksbókar, sem er
nokkuð styttur, en sú hærri fæst ef tekið er mið af texta Konungsbókar
(Membrana Regia), sem glataðist í Kaupmannahöfn á fyrstu árum 19.
aldar. Það sem vantar nú á Fóstbræðrasögu í Möðruvallabók hefur því
komizt á 7+7 blöð, þ.e.a.s. átta blaða kver að viðbættu sex blaða kveri. Ef
miðað er við texta Konungsbókar hefur tæpur dálkur verið skráður á
óftustu síðuna. Ekkert er hægt að segja um hvort Möðruvallabók hefur
endað á Fóstbræðra sögu, eða hvort fleiri sögur hafa verið í handritinu,
en ólíklegt er að mikið vanti aftan á það vegna þess hve þykkt það er.
Þegar litið er á það sem hér hefur verið sagt, þá er tæplega hægt að
taka undir með Einari Ólafi Sveinssyni sem segir í inngangsritgerð
ljósprentunar Möðruvallabókar, að hún sé vel varðveitt og útlit hennar
8-saga