Saga - 1994, Page 116
114
SIGURJÓN PÁLL fSAKSSON
eins og bezt verður á kosið.15 Hins vegar er það rétt, að þó að talsvert
sjái nú á bókinni, þá ber hún það með sér að vera gerð fyrir höfðingja.
I meðfylgjandi töflu er efni bókarinnar raðað upp miðað við upphaf-
legt blaðsíðutal, í samræmi við það sem hér hefur verið sagt. Fyrstu sjö
sögunum er sýnilega raðað eftir héruðum, og ef Gauks saga Trandils-
sonar hefði komið á eftir Njálu, þá hefði hún fallið vel inn í það kerfi.
Síðari viðbætur við Möðruvallabók eru innan hornklofa.
Ritun Möðruvallabókar
Sigurður Nordal gaf Egils sögu út í öðru bindi íslenzkra fornrita (1933),
og lagði texta Möðruvallabókar til grundvallar eins og venja er. I for-
mála hans kemur fram, að með samanburði við elztu handritabrot af
sögunni megi sjá að textinn í Möðruvallabók sé „yfirleitt talsvert stytt-
ur, stíllinn fágaður og færður til sléttara máls." Það bendi eindregið til
þess að hún geymi söguna ekki í upprunalegri mynd hvað stílinn snert-
ir. Sigurður Imykkir á með því að segja að stíllinn sé „að sumu leyti bætt-
ur frá frumritinu, þó að vér vitanlega myndum heldur kjósa það, ef
kostur væri á." Þessar breytingar á stíl Egils sögu hafa verið eignaðar
ritara Möðruvallabókar, þó að Sigurður Nordal segi það ekki berum
orðum.16 En eru þær þá dæmigerðar fyrir vinnubrögð skrifarans, eins
og margir hafa talið? Var hann bæði að spara bókfell og lagfæra verk
fyrirrennara sinna með þessu?
Hallvanl Mageroy kannaði þetta (1966) í sambandi við rannsóknir sín-
ar á Bandamanna sögu. Með því að bera texta Möðruvallabókar af Laxdælu
saman við Vatnshyrnutextann, sem er náskyldur, komst hann að þeirri
niðurstöðu að breytingar skrifarans væru ekki meiri en algengt er í forn-
um handritum. Flestar breytingarnar virðast gerðar af misgáningi, en
þó kynni að gæta styttinga undir lok sögunnar. Þetta kemur vel heim
við það sem Einar Ólafur Sveinsson hefur sagt um texta Njáls sögu í
Möðruvallabók. Hallvarður kannaði einnig önnur handrit, sem þessi
15 „It is in a good state of preservation, of excellent outward appearance ..." Einar
Olafur Sveinsson (útg.): Möðruvallabók. Corpus codicum Islandicorum medii ævi V
(Kbh. 1933), bls. 9.
16 Egils saga. Islenzk fornril II (Rvík 1933), bls. lxxxii-Ixxxvii og xcviii í formála Sig-
urðar Nordals.