Saga - 1994, Síða 118
116
SIGURJÓN PÁLL ÍSAKSSON
sami maður hefur skrifað, sbr. hér á eftir. Athugun á texta tveggja hand-
rita, GuSmundar sögu og Grágásar, Ieiðir til sömu niðurstöðu, en að vísu
má ætla að skrifarinn hafi talið sér skylt að fylgja forriti vandlega,
þegar um kirkjulegt rit eða lögbók var að ræða.17
Ef þessi niðurstaða Hallvarðs er rétt, má telja líklegt að styttingar og
breytingar á stíl Egils sögu megi að mestu rekja til handritsins sem
skrifari Mööruvallabókar hafði fyrir sér.18 Ef það handrit hefur verið
samandregið, er líklegt að einhverjar lausavísur hafi vantað í það. Skrif-
arinn brást við með því að skilja eftir eyður fyrir vísurnar. Það kom svo í
hlut annars manns að færa þær inn, sem sjá má af því að þær eru með
sérstakri hendi, auk þess sem þær eru ritaðar með kolsvörtu bleki, en
blekið í bókinni er annars brúnleitt. Þessi maður hefur einnig skrifað
eftirtalin handrit, sem taka má mið af þegar reynt er að tímasetja ritun
Möðruvallabókar:19
AM 420 a 4to: Skálholtsannáll hinn forni, 18 blöð. Skrifaður um eða
eftir 1362.
Gl. kgl. sml. 3268 4to: Jónsbók, óheil, blöð 1-76.
Gl. kgl. sml. 3270 4to: Kristinréttur Árna biskups, Jónsbók, réttarbæt-
ur, hirðskrá, 129 blöð.
Meginhluti Möðruvallabókar er aftur á móti skrifaður af manni, sem
hefur verið stórvirkur bókagerðarmaður.20 Vitað er um a.m.k. sjö hand-
rit sem hann hefur skrifað, þó að flest séu þau aðeins varðveitt í brot-
um:
AM 642 a I 4to: Tvö blöð úr Nikuláss sögu Bergs ábóta Sokkasonar.
AM 325 XI 2b 4to: Eitt blað úr Ólafs sögu helga.
AM 240 V fol.: Sex blöð úr Maríu sögu (Maríujarteiknum).
17 Hallvard Mageray: Dei to gjerdene (versjonane) av Bandamanna saga. Arkiv för
nordisk filologi 81 (Lund 1966), bls. 75-108. Sjá einkum bls. 100-108. Einar Ólafur
Sveinsson (útg.): Brennu-Njáls saga. íslenzk fornrit XII (Rvík 1954), bls. clvi.
18 Sjá aftanmálsgrein 2.
19 Stefán Karlsson (útg.): Sagas of Icelandic Bishops. Enr/y Icelandic manuscripts in fac-
simile VII (Kbh. 1967), bls. 22-29. Niðurstöðurnar hér á eftir, að 22. tilvísun, eru úr
þessari ritgerð Stefáns Karlssonar, nema annars sé getið.
20 Þriðja rithöndin er á blaði 83ra línum 30-35; auk þess hefur fjórði maður teiknað alla
upphafsstafi og fært inn kaflafyrirsagnir.