Saga - 1994, Page 119
MAGNÚS BJÖRNSSON OG MÖÐRUVALLABÓK
117
AM 573 4to, blöð 46-63: Breta sögur (síðari hluti) og Valvens þáttur
(upphaf). Fyrstu 45 blöðin í þessu handriti eru með hendi, sem lík-
ist mjög skriftinni í ákveðnum hlutum handritsins AM 764 4to. Það
er talið ritað að mestu á árabilinu 1360-70, fyrir Brynjólf ríka Bjarn-
arson á Ökrum í Blönduhlíð, og að hluta af honum sjálfum. Hans
verður nánar getið hér á eftir.
AM 220 I fol. og Lbs. fragm. 5: Fjögur blöð úr Guðmundar sögu B, þ.e.
prestssögu Guðmundar góða og jarteiknaþætti hans.
AM 132 fol. Möðruvallabók. Af hinni fornu Möðruvallabók eru nú
varðveitt 187,5 blöð, sem eru að mestu með þessari hendi.
AM 173 c 4to: Tíu blöð úr Kristinna laga þætti Grágásar og Kristinrétti
Árna biskups Þorlákssonar.
AM 229 II fol.: Fjögur blöð úr Stjórn, sem eru hugsanlega með þessari
sömu hendi.
Stefán Karlsson, sem mest hefur rannsakað þetta efni, dregur þá álykt-
11 n af breytingum sem greina má í ritvenjum skrifarans, að handritin
hafi verið rituð u.þ.b. í þessari röð, og önnur rök bendi til að það hafi
verið gert á árabilinu 1330-70. Skiptar skoðanir hafa verið um hvar
þessi handrit voru skrifuð. Jón Helgason gizkaði á að Möðruvallabók
hefði verið gerð í Borgarfirði, e.t.v. í Reykholti, en byggði það á hinni
vafasömu tilvísun til [herra] Gríms [Þorsteinssonar]. Flest bendir til að
rekja megi þessi handrit til Norðurlands. Fyrsti hluti AM 573 4to er að
öllum líkindum skrifaður í Skagafirði eða Eyjafirði. Yngstu textamir,
Nikuláss saga Bergs ábóta Sokkasonar og Finnboga saga ramma í Möðru-
vallabók, eru samdir á Norðurlandi skömmu áður en ofangreind hand-
nt voru skrifuð. Við þetta má bæta að Einar Ólafur Sveinsson hefur
sýnt fram á að staðþekking og áttavísanir ritara Möðruvallabókar
hendi til að hann hafi starfað í Skagafirði eða Eyjafirði, en samt ekki í
namunda við Munkaþverá, því að í Víga-Glúms sögu fer hann rangt
með eitt örnefni þar á bæ (þ.e. Miðárdalur fyrir Mjaðmárdal, eins og
nafnið er í Reykdæla sögu og enn tíðkast).21
Stefán segir að mikil afköst ritarans bendi til að hann hafi verið skrif-
21 Stefán Karlsson: Sama heimild, bls. 28-29. Einar Ólafur Sveinsson (útg.): Möðru-
vallabók. Corpus codicum Islandicorum medii ævi V (1933), bls. 21. Sjá aftanmálsgrein 3.