Saga - 1994, Page 120
118
SIGURJÓN PÁLL ISAKSSON
ari að atvinnu, að líkindum við kirkjulega stofnun, og sé þá um nokkr-
ar að ræða. Engin þeirra fornbréfa sem varðveitt eru frá því um miðja
14. öld eru rituð höndum, sem svipar neitt að ráði til hans. Frá þessu
tímabili eru samt til nokkur bréf sem tengja má dómkirkjunni á Hól-
um og Benediktsklaustrunum á Þingeyrum, Munkaþverá og Stað í
Reynisnesi. Elzta bréfið sem viðkemur Ágústínusarklaustrinu á Möðru-
völlum í Hörgárdal er frá 1385, svo að ekkert getur afsannað að maður
með þessa rithönd hafi starfað þar nokkrum áratugum áður.
Þess má geta að þrjú ritanna í listanum hér að framan eru nefnd í
bókaskrá Möðruvallaklausturs árið 1461. Það eru: „Miraculum bók vorr-
ar frú" [Maríujarteiknir], „Olafs saga Haraldssonar" og „Liber genesis
et liber Maccabeorum" [Stjórn]. Það vill svo til að þessi þrjú handrit
skera sig úr vegna þess hve rithöndin er smá. Vel má hugsa sér að
skrifaranum hafi verið skipað að nýta skinnið sem bezt þegar hann væri
að gera bækur fyrir klaustrið sjálft, og þessar þrjár bækur séu því í
raun og veru úr safni klaustursins. En ef skrifarinn átti heima á Möðru-
völlum í Hörgárdal þá hefur dýrmætasta verkið hans, Möðruvallabók,
af tilviljun hlotið rétt nafn, segir Stefán Karlsson.
E.t.v. má rekja þennan þráð nokkru lengra. Stefán lætur þess getið,
að í óprentaðri skrá um Árnasafn (AM 394 fol, bl. 273) bendi Jón Sig-
urðsson forseti réttilega á, að rithöndin á Guðmundar sögu í AM 220 I
fol. sé áþekk hönd Hauks lögmanns Erlendssonar (d. 1334) í Hauks-
bók. Haukur er talinn hafa búið syðra, e.t.v. í Selvogi. Stefán reynir að
skýra þessa samsvörun rithandanna með því að skriftarlag af Suðvest-
urlandi gæti hafa borizt að Möðruvöllum fyrir áhrif frá Ágústínusar-
klaustrinu í Viðey. Það sé t.d. ekki óhugsandi að einhverjir munkar hafi
flutt sig frá Viðey til Möðruvalla þegar Viðeyjarklaustur var um tíma
sett undir Benediktsreglu árið 1344.22
Einfaldara er að skýra samsvörun rithandanna á annan hátt, enda er
engin vissa fyrir að Viðeyjarskrift hafi borið svip af rithönd Hauks lög-
manns. Haukur Erlendsson var mikill áhrifamaður á sinni tíð, var bæði
lögmaður hér á landi og í Noregi, var um tíma í ríkisráði konungs og
var herraður. Þrátt fyrir langdvalir í Noregi hafði hann bú hér á landi
og virðist fjölskylda hans hafa verið hér. Vitað er að Haukur átti nokkur
22 Stefán Karlsson (útg.): Sagas of Icelandic Bishops. Early Icelandic manuscripts in fac-
simile VII (Kbh. 1967), bls. 28-29.