Saga - 1994, Síða 122
120
SIGURJÓN PÁLL ÍSAKSSON
safn hefur verið gloppótt.26 Það er athyglisvert að Hauksbók á það sam-
merkt með Möðruvallabók, að sumar sögumar í henni eru nokkuð sam-
andregnar og varðveittar þar í styttri gerð en annars staðar. Það á t.d.
við um Fóstbræðra sögu. Möðruvallabók hefur söguna að vísu í lengri
gerð, og hefur hún því ekki verið tekin eftir Hauksbók. Erfitt er að
sanna neitt í þessu efni, en vel má hugsa sér að Erlendur Hauksson á
Upsum hafi átt sögubók úr fórum föður síns, og hún verið fengin að
láni til að skrifa eftir henni. Þetta er raunar verðugt rannsóknarefni, og
má þar sérstaklega líta til Egils sögu, því að Haukur var löngum á
slóðum Egils í Noregi, búsettur í Björgvin og Gulaþings lögmaður.
Afhöfðingjum 14. aldar
Þó að líkur bendi til að Möðruvallabók sé rituð í klaustri, þá er hún
trúlega gerð fyrir veraldlegan höfðingja, sem hefur kunnað að meta frá-
sagnarlist Islendingasagna. Það hefur kostað mikið fé að láta gera svo
stórt handrit, og má því ætla að sá sem lagði í þann kostnað hafi verið
stórhöfðingi. Hann hefur og borið gott skyn á bókmenntir, því að flest-
ar beztu Islendingasögurnar hafa fengið inni í Möðruvallabók, og ekk-
ert er til sparað, öll vinnan við gerð handritsins er fyrsta flokks.
Þó að vel megi hugsa sér að bókin sé rituð fyrir utanhéraðsmann, þá
er mun líklegra að verkbeiðandans sé að leita í Eyjafirði. Reyndar hefur
Eyjafjörður löngum verið eitt auðugasta hérað landsins með mörgum
höfuðbólum og höfðingjasetrum. Sé svipazt um meðal eyfirzkra höfð-
ingja um miðja 14. öld, þá virðast í fyrstu nokkrir koma til greina. En
við nánari athugun berast böndin að Eiríki auðga Magnússyni (um
1320-1381) á Svalbarði við Eyjafjörð, afa Lofts ríka Guttormssonar. Fað-
ir hans var Magnús Brandsson (d. 1363) hinn ríki á Svalbarði, sem átti
auk Eiríks tvær dætur, Solveigu, konu Sigurðar lögmanns Guðmunds-
sonar (d. 1392) í Lögmannshlíð, og Arnþrúði, konu Þorsteins lög-
manns Eyjólfssonar (d. 1402-8) frá Urðum í Svarfaðardal, síðar á Víði-
mýri.
26 Þó að óvíst sé að vísað sé tii herra Gríms Þorsteinssonar sem eiganda Gauks sögu
Trandilssonar, þá má benda á að í þriðja sinn sem hann varð lögmaður, 1346, hafði
hann lögsögn norðanlands. Talið er að hann hafi haldið henni til dauðadags, 1351 eða
1352. lslandske annaler indtil 1578 (Christiania 1888), bls. 212. Lögsögumanntal og
lögmanna. Safn til sögu íslands II (Kmh. 1860-86), bls. 61-62.