Saga - 1994, Page 123
MAGNÚS BJÖRNSSON OG MÖÐRUVALLABÓK
121
Eiríkur auðgi var í röð helztu höfðingja á sinni tíð. Hann giftist Ingi-
ríði, dóttur Lofts riddara Þórðarsonar (d. 1355) á Möðruvöllum í Eyja-
firði, og fékk með henni mikið fé. Möðruvellir voru ættarjörð Lofts, en
kona hans Málmfríður Árnadóttir var norsk, frá Aski skammt norðan
við Björgvin. Þau Eiríkur og Ingiríður bjuggu fyrst á Svalbarði, en flutt-
ust síðar að Möðruvöllum. Þau áttu einn son, Loft, sem dó ungur, og
a-m.k. fimm dætur sem upp komust: Málmfríður, átti Björn Brynjólfs-
son á Ökrum í Blönduhlíð, Margrét, átti Benedikt Brynjólfsson á Sjáv-
arborg, Sofía, átti Guttorm Ormsson (d. 1381) í Þykkvaskógi í Dölum,
Ingileif, fylgdi Steinmóði ríka Þorsteinssyni (d. 1403) Hólaráðsmanni
°g presti á Grenjaðarstað, en Ása mun hafa dáið ógift og barnlaus. Allt
þetta fólk er úr fjölskyldum sem þekktar eru að bókagerð, eins og hér
verður rakið.
Þeir bræður Bjöm á Ökmm og Benedikt á Sjávarborg voru synir Brynj-
ólfs ríka Bjarnarsonar (d. 1381) á Ökrum í Blönduhlíð. Samanburður á
rithöndum hefur leitt í ljós að þeir feðgar hafa verið mikilvirkir bóka-
gerðarmenn. Einhver þeirra, líklega Björn, hefur ritað Reykjarfjarðar-
bók Sturlungu (AM 122 b fol.). Með því hefur hann óafvitandi bjargað
t’orgils sögu skarða frá glötun, því að á fyrri hluta 17. aldar var hún
hvergi til annars staðar en í Reykjarfjarðarbók. Sami maður hefur ritað
Ólafs sögu Tryggvasonar hina mestu (AM 62 fol.). Fleiri skinnbækur má
rekja til þeirra feðga. Þar má nefna brot úr fjórum postulasagnahand-
rítum (AM 385 I 4to, AM 651 I og II 4to, AM 658 I og II 4to), brot úr
horláks sögu helga (AM 385 II 4to), samtíningshandrit með sögulegum
fróðleik (AM 764 4to) og tvær lögbækur (AM 344 fol. og AM 48 8vo).2/
Fremst í báðum lögbókunum em krossfestingarmyndir, og hefur Selma
Jónsdóttir sýnt fram á náinn skyldleika þeirra við myndir á refilsaum-
uðum altarisklæðum í eigu nokkurra norðlenzkra kirkna. Hún taldi lík-
legt að klæði þessi væm saumuð af Reynistaðamunnum, að undirlagi
þeirra Svalbarðssystra, dætra Eiríks auðga Magnússonar. Altarisklæðin
eru einmitt frá Svalbarði sem Ása hlaut í arf, Höfða í Höfðahverfi,
27 Ólafur Halldórsson: Úr sögu skinnbóka. Skt'rnir CXXXVII (Rvík 1963), bls. 83-105.
Endurprentað í ritgerðasafni Ólafs Halldórssonar: Grettisfærslu (Rvík 1990), bls.
51-72. Stefán Karlsson: Ritun Reykjarfjarðarbókar. Bibliotheca Aniamagnæatm XXX
(Kbh. 1970), bls. 120-40. Einar Bjarnason: íslenzkir ættstuðlar III (Rvík 1972), bls.
147-212. Jón Helgason: Syv sagablade. Bibliotheca Arimmagnæana XXXI (Kbh. 1975),
bls. 1-97.