Saga - 1994, Síða 124
122
SIGURJÓN PÁLL ÍSAKSSON
Grenjaðarstað sem þau Ingileif og Steinmóður réðu fyrir, og Reykjahlíð
við Mývatn. Síðast nefnda klæðið telur Selma að hafi upphaflega verið á
Grenjaðarstað.28
Því má bæta hér við til gamans, að Sigríður, dóttir Björns Brynjólfs-
sonar á Ökrum, hraktist til Grænlands á leið frá Noregi árið 1406, og
var þar í fjóra vetur. Hún giftist síðari manni sínum, Þorsteini Ólafs-
syni, í Hvalseyjar[fjarðar]kirkju árið 1408, og er það síðasti sögulegi
atburðurinn sem íslenzkar heimildir kunna að greina frá byggðum nor-
rænna manna þar í landi.
Steinmóður ríki Þorsteinsson var mikls háttar klerkur, Hólaráðsmað-
ur um nokkur ár og hélt Grenjaðarstað frá 1391 til æviloka. Skv. sálu-
gjafabréfi hans gaf hann Hóladómkirkju m.a. „refil sem á er Nikulás
saga með glituðum dúk". Steinmóður hélt Einarsstaði og hefur trúlega
einnig þjónað Helgastöðum í Reykjadal um átta ára skeið fyrir 1391. A
þeim árum mun Helgastaðakirkja hafa eignazt skinnbók með Nikuláss
sögu, sem varðveitt er i Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi (Perg. 4to, nr.
16). Þegar á það er litið hvað Steinmóður hafði miklar mætur á heilög-
um Nikulási, þá er vel hugsanlegt að hann hafi gefið kirkjunni bókina,
en hann er þó ekki talinn hafa skrifað hana. Helgastaðabók var gefin út
ljósprentuð í fullum litum árið 1982.29
Sofía, kona Guttorms Ormssonar, varð ekkja um svipað leyti og
Eiríkur faðir hennar lézt, 1381. Hún hlaut þá Möðruvelli í Eyjafirði í arf
og hefur væntanlega búið þar eftir föður sinn þangað til Loftur ríki
Guttormsson (d. 1432) sonur hennar tók við. Loftur hefur eflaust verið
bókamaður, a.m.k. hafa synir hans, Ormur hirðstjóri og Ólafur staðar-
haldari á Helgastöðum, skrifað bækur sem enn eru til. Með hendi
Orms eru tvö handrit heilagra manna sagna (Perg. fol. nr. 2 í Stokk-
hólmi, og AM 238 VIII fol. sem tvö blöð eru varðveitt af). Ólafur hefur
28 Selma Jónsdóttir: Gömul krossfestingarmynd. Skírnir CXXXIX (Rvík 1965), bls.
134-47. Elsa E. Guðjónsson: Skyldleiki erlendra prentmynda við nokkrar íslenskar
helgimyndir. Gripln III (Rvík 1979), bls. 71-84. Elsa E. Guðjónsson: íslenskur úlsaum-
ur (Rvflc 1982), bls. 14 og 18. Selma Jónsdóttir: Lýsingar Helgastaðabókar. Helga-
staðabók, íslensk miðaldahandrit II (Rvík 1982), bls. 90-124. Sjá aftanmálsgrein 4.
29 íslenzkt fornbréfasafn III (Kmh. 1890-96), bls. 556 og 709-10. Stefán Karlsson: Upp-
runi og ferill Helgastaðabókar. Helgastaðabók, íslensk miðaldahandrit II (Rvík 1982),
bls. 54 og 75-78. Selma Jónsdóttin'Lýsingar Helgastaðabókar. Sama rit, bls. 123-24.
Selma gizkar þar á að Steinmóður hafi kostað Iýsingamar í Helgastaðabók, sem eru
óvenju íburðarmiklar.