Saga - 1994, Page 126
124
SIGURJÓN PÁLL ÍSAKSSON
Á Grund bjó um þessar mundir Helga, oftast kölluð Grundar-
Helga, móðir Björns Einarssonar (um 1350-1415) Jórsalafara. Flest er á
huldu um ætt Helgu og uppruna, jafnvel um föðurnafn hennar er ekki
vitað með vissu. Björn sonur hennar var unglingur þegar þetta gerðist.
Hann var eigandi hálfrar Grundar og seldi hana 1395. Heimildir eru
fyrir því að hann hafi látið eftir sig reisubók, sem nú er glötuö, en aðrir
eigna dóttursyni hans, Birni hirðstjóra Þorleifssyni (1408-1467) reisu-
bókina.32 Aldurs vegna er nær óhugsandi að Bjöm hafi látið rita Möðru-
vallabók, og sama má segja um Jón Hákonarson (1350-um 1402),
þann sem lét rita Flateyjarbók. Hann átti hálfa Grund á móti Birni Jór-
salafara, og seldi hana 1398. Eignarhald hans á jörðinni bendir til fjöl-
skyldutengsla við Grundarfólk. í annál Flateyjarbókar er ítarlegasta
frásögnin af Grundarbardaga, svo og vísurnar sem ortar voru um
hann. Má hugsa sér að einhver úr fjölskyldu Jóns hafi verið viðstaddur
bardagann og sagt vísurnar fyrir þegar annállinn var ritaður.
Ef sú niðurstaða er rétt að Möðruvallabók sé rituð á Möðruvöllum í
Hörgárdal, þá berast böndin einna helzt að Eiríki Magnússyni á Sval-
barði og fjölskyldu hans, eins og fyrr er sagt. Svalbarð á Eyjafjarðar-
strönd er fornt höfðingjasetur og kirkjustaður, auk þess sem Svalbarðs-
eyri er bezta höfn austan Eyjafjarðar. I kaþólskri tíð var Svalbarðskirkju
þjónað frá Glæsibæ, enda standast jarðimar á sín hvomm megin fjarð-
arins, og því stutt fyrir prest að fara sjóveg á milli. Frá Glæsibæ er aft-
ur stutt að Möðruvöllum í Hörgárdal, og því var eðlilegt að leita til
munkanna þar þegar óskað var eftir veglegu handriti. Ætla má að
Grundarhöfðingjar hefðu t.d. frekar leitað til bræðranna á Munkaþverá
um slíkt verk.33 Eiríkur Magnússon hefur augljóslega haft efni á að
láta rita Möðruvallabók, því að hann hefur verið með auðugustu mönn-
um sinnar tíðar. Þrjár af dætrum hans, Sofía, Margrét og Ása, hlutu í
arf höfuðbólin Möðmvelli í Eyjafirði, Draflastaði í Fnjóskadal og Sval-
barð á Svalbarðsströnd, auk margra fleiri jarða. Og ekki hafa þær
Málmfríður á Ökmm og Ingileif á Grenjaðarstað fengið minna í sinn
hlut. Eiríkur hefur einnig kunnað að meta góða listmuni, því að hann
gaf kirkjunni á Möðruvöllum, til minningar um Loft son sinn, tvo
32 Jón Jóhannesson: Reisubók Bjarnar Jórsalafara. Skínnr CXIX (Rvík 1945), bls.
68-96. Endurprentun: íslenditiga saga II (Rvík 1958), bls. 309-37.
33 Sjá aftanmálsgrein 5.