Saga - 1994, Blaðsíða 129
MAGNÚS BJÖRNSSON OG MÖÐRUVALLABÓK
127
blaða kver. Blöð nr. 2 og 3 eru stök, og sömuleiðis blað nr. 6. Blað nr. 9
hefur einnig verið stakt, en einhver hefur skorið það úr bókinni og
skilið smá ræmu eftir inn við kjölinn. Raunar er ósannað að sú ræma sé
úr 9. blaði!
Eins og áður hefur komið fram hefur textinn verið skafinn af síðu
18v. Það er svo rækilega gert að blaðið er orðið að hismi, og sést í gegn-
um ytri dálkinn á parti. Hugsanlegt er að Magnús Björnsson hafi sjálf-
ur skafið þessa síðu áður en hann skrifaði þar eignarheimild sína að
Möðruvallabók. Að vísu er undarlegt að annar eins bókamaður gerist
sekur um slíkt, en þetta er aftasta síða í kveri og hefur e.t.v. verið snjáð
°g torlesin. Sá sem skóf hefur trúlega vitað að eyðan yrði fyllt með blaði
eða blöðum úr öðru handriti. Eyðan sem kom þama í Möðruvallabók er
nú að mestu fyllt með 19. blaði, en 20. blað vantar í bókina. Líklega staf-
ar það ekki af misgáningi við tölusetningu blaðanna. Rökin fyrir því
eru þau að 19. blaðið, sem virðist hafa legið laust, nær ekki alveg að fylla
eyðuna sem er á þessum stað. Þau örfáu orð sem á vantar hafa staðið á
næsta blaði á eftir, sem hefur verið í bókinni þegar blöðin voru tölu-
sett. Einhver hefur svo kippt því úr með þeim rökum, að eyðan sem
Eæmi þá í söguna væri svo lítil að hún skipti ekki máli. Þetta blað
hefur e.t.v. verið til fram á 19. öld, eða a.m.k. lengur en blöðin tvö úr
Fóstbræðra sögu, sem engin merki sjást um á milli blaða 198 og 199.
þau glötuðust eftir 1760 að sögn Jóns Helgasonar, og hafa greinilega
ekki verið þar þegar blöðin í Möðruvallabók voru tölusett.
En hvenær var ytri dálkurinn skorinn af blaði 29 í Möðruvallabók?
Ljóst er að það var gert á fyrri hluta 17. aldar, því að neðst á blaðinu
framanverðu er 17. aldar krot, sem fyllt hefur eyðu eða skemmd neðst í
úálkinum horfna. Með brottnámi ytri dálksins hvarf helmingurinn af
þessu kroti, en eyðan í bókinni var síðar fyllt með blaði nr. 30.
Þessar athuganir benda til, að sá sem fjarlægði aukablöðin úr Möðru-
vallabók, hafi skilið eftir 13 blöð, en tekið 35 til annarra nota. Af þess-
um 13 blöðum eru tvö nú glötuð, 9. og 20. blað.
Nafn bókarinnar
Lleiti bókarinnar, Möðruvallabók, hefur unnið sér svo fastan sess að við
því verður ekki haggað. Á fyrri hluta 19. aldar var bókin þó oft fyrir
ruisskilning kölluð Kálfalækjarbók, því að henni var ruglað saman við