Saga - 1994, Page 130
128
SIGURJÓN PÁLL ÍSAKSSON
Njáluhandritið AM 133 folv sem er réttilega kennt við Kálfalæk.36
Þessa skekkju má rekja til formálans fyrir Njáluútgáfu Olaviusar 1772.
Þegar Þorleifur Jónsson gaf út Droplaugarsona sögu í Reykjavík 1878,
notar hann nafnið Munkaþverárbók, sem er í sjálfu sér rökrétt, því að
þar var bókin lungann úr 17. öldinni, og þaðan barst hún til Danmerk-
ur. Það var hins vegar meistari Guðmundur Þorláksson (Glosi), sem
gaf henni nafnið Möðruvallabók. Hann segir í formála sínum fyrir út-
gáfu Víga-Glúms sögu 1880, að sér fyndist „heppilegast, að kalla skinn-
bók þessa (132 fol.) Möðruvallabók, ef menn annars vilja gefa henni
nokkurt nafn; en nöfn á bókum, sem oft er getið, eru bæði viðkunnan-
leg og festast auk þess betur í minni en tölur þær, sem á bókunum
standa í söfnunum."37 Þetta nafn tók Kristian Kálund upp í skrána
um handritasafn Árna Magnússonar (1888-89), og veitti því þar með
viðurkenningu.
Eins og fram kemur í lýsingu Jóns Helgasonar er nafn bókarinnar
dregið af áritun sem er aftan á 18. blaði. Þar stendur:
Magnús Bjamarson með
eigin hendi
Anno 1628 á krossmessu
sjálfa um várið hvör eð var
sá 3. Maij mánaðar
í stóru baðstofunni á
Möðmvöllum
Guðmundur Þorláksson segir í formálanum fyrir útgáfu Víga-Glúms
sögu (1880) að ekki sé auðvelt að vita hvernig Magnús hafi eignazt
bókina, „hvort hann hefir keypt hana, eða fengið hana í föðurarf með
öðru á Möðruvöllum um þetta leyti, ... eg veit heldur ekki með vissu,
við hvora Möðmvellina hér er átt, en víst er um það, að Möðmvellir í
Eyjafirði vóru í ættinni alla stund frá dögum Lopts ríka." Kristian Ká-
lund segir í skránni um Árnasafn (1888) að líklega hafi Magnús Björns-
36 Sjá t.d. Konráð Gíslason (útg.): Sagan af Helga og Grími Droplaugarsonum (Kbh-
1847), bls. I.
37 íslenzkar fornsögur I (Kmh. 1880), bls. v-vi í formála Guðmundar Þorlákssonar.
Stefán Karlsson: Möðruvallabók. Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder XII
(Kbh. 1967), dálkar 185-86. Ljóspr. í Kbh. 1981.