Saga - 1994, Síða 134
132
SIGURJÓN PÁLL ÍSAKSSON
andaðist á Möðruvöllum 1604, og Valgerður kona hans tíu árum síðar
hjá Þórunni dóttur sinni.
Þórunn eldri (1565-1628), dóttir Benedikts á Möðruvöllum, giftist
um 1583 Olafi Jónssyni (1551-1621), syni Jóns refs Sigurðssonar í Búð-
ardal. Olafur fékk Möðruvallaklaustur 1605, eftir tengdaföður sinn, og
hélt til æviloka. Til eru í handritum erfiljóð um þau hjónin bæði og er
erfiljóð Þórunnar einnig varðveitt á minningartöflu, sem upphaflega
var í Grundarkirkju. Taflan er nú í Þjóðminjasafni og er skemmtilegur
minjagripur um þessa löngu liðnu höfðingskonu.47
Halldór Ólafsson (1584-1638) lögmaður kvæntist 1606 Halldóru eldri,
dóttur Jóns Björnssonar á Grund, Jónssonar biskups, Arasonar. Jón á
Grund var mætur höfðingi; hann hafði áður verið sýslumaður og búið á
Holtastöðum í Langadal. Vitað er að Magnús Björnsson bróðir hans átti
merkilegt handrit Knýtlinga sögu, frá því um 1300. Hann sendi Arild
Hvitfeldt ríkiskanslara og sagnaritara það að gjöf árið 1588.48 Þetta hand-
rit lenti síðar í Háskólabókasafninu í Kaupmannahöfn og brann þar
1728. Magnús bjó um tíma á Grund, en síðar að Hofi á Höfðaströnd.
Halldór Ólafsson fékk vonarbréf fyrir Möðruvallaklaustri 1608, er
faðir hans félli frá eða sleppti því. Hann mun þó hafa búið á Grund til
1627, að hann flutti sig að Möðruvöllum. Hann var kjörinn lögmaður
norðan og vestan á alþingi 1619, fékk sama ár Hegranesþing, en var
vikið frá þeirri sýslu vegna skulda 1628, og gegndi annar maður sýslu-
störfum eitt ár. Var aftur vikið frá sýslu 1636, en Benedikt sonur hans
tók við henni til fulls 1637. Halldór veiktist af steinsótt eftir alþingi
1637 og var sjúkur þaðan af. Var aftur á alþingi 1638, en fluttur þaðan
á kviktrjám í Skálholt og andaðist þar 8. júlí 1638. „Grafinn í framkirkj-
unni. Jón sonur hans, sem var Skálholts staðar ráðsmaður, og drukknaði
1645, er grafinn hjá föður sínum, og yfir hans legstað er steinn. ...
Egtakvinna Halldórs lögmanns fór suður í Skálholt með sínum þremur
47 Erfiljóðin eru eftir síra Guðmund Erlendsson (1595-1670), sem var um tíma prestur
á Möðruvallaklaustri, en síðar á Felli í Sléttuhlíð. Erfiljóð Ólafs er í JS 232 4to, bls.
481v-483v, og Þórunnar í JS 232 4to, bls. 385r-386v, Lbs 2388 4to, bls. 14-17 og á
töflunni Þjms. 10963.
48 Ólafur Halldórsson: Um Danakonunga sögur. Cripla VII (Rvík 1990), bls. 80-81.
Þess má geta hér, að Magnús Eiríksson, sonarsonur Magnúsar, virðist hafa haft
Konungsbók eddukvæða undir höndum áður en hún komst í eigu Brynjólfs bisk-
ups. Sbr. Jonna Louis-Jensen og Stefán Karlsson: En marginal i Codex Regius af
Den ældre Edda. Bibliotheca Arnamagnæana XXX (Kbh. 1970), bls. 80-82.