Saga - 1994, Síða 135
MAGNÚS BJÖRNSSON OG MÖÐRUVALLABÓK
133
dætrum, sem þá voru ógiftar, strax eftir brúðkaup biskupsins Mag.
Brynjólfs Sveinssonar og dóttur hennar Margrétar Halldórsdóttur
Anno 1640, og var þar eður á búi sínu Skipholti, og andaðist Anno
1661."49 Halldór var í allmiklum skuldum við verzlunarfélagið þá er
hann andaðist. Hann var ekki mikill auðmaður og átti oft þröngt með
peninga, þó að hann ætti jarðagóss. Kom þetta nokkuð til af því að
hann gekk ekki ríkt að mönnum með gjöld sín, enda oft harðindaár á
þeim tímum. Hann var ráðvandur og guðhræddur, en nokkuð hneigð-
ur til víndrykkju og þótti óstilltur við öl.
Börn Halldórs lögmanns og konu hans: Benedikt Halldórsson (1608-
1688) sýslumaður á Reynistað, Hallgrímur (1609-1677) á Víðimýri, Jón
(d. 1645) ráðsmaður í Skálholti, Margrét (1615-1670) kona Brynjólfs
biskups Sveinssonar, Helga (1617-1704) kona síra Páls Björnssonar í
Selárdal, Guðrún kona Vigfúsar Jónssonar í Lögmannshlíð, Sigríður
(1622-1704) kona síra Torfa Jónssonar í Gaulverjabæ og Valgerður
kona Guðmundar Torfasonar lögréttumanns á Keldum.50
Möðruvellir í Eyjafirði?
Þó að sterk rök bendi til Möðruvalla í Hörgárdal, þá verður því ekki
neitað að Möðruvellir í Eyjafirði koma einnig vel til greina. Jörðin var
árið 1628 komin í eigu Magnúsar Björnssonar sjálfs. Um það eru óyggj-
andi heimildir. Faðir hans lézt 1617, og í bréfi, sem gert var 20. apríl
1618 á Möðruvöllum fram, segir:
Húsfrú Elen Pálsdóttur gaf með handsölum syni sínum áður-
skrifuðum Magnúsi Bjömssyni 80 hundmð upp í garðinn Möðm-
velli í Eyjafirði,... með öllum þeim gögnum og gæðum, hlutum
og hlunnindum, eignum og ítökum, sem fyrgreindum 80 hundr-
uðum fylgir og fylgt hefur að fomu og nýju, að öllu tilteknu
hvort það er kirkju eign eður aðrir gagnsmunir, eftir því sem
Elen Pálsdóttur var framast eigandi að orðin eftir sína sálugu
49 Jón Halldórsson: Lögmannatal. JS 170 4to, bls. 147-49. Brot úr legsteini Jóns Hall-
dórssonar ráðsmanns er enn til. Sjá bók Harðar Ágústssonar: Skálholt. Skrúði og áhöld
(Rvík 1992), bls. 276 og 281.
50 I þessum æviágripum er m.a. byggt á eftirtöldum heimildum: Bogi Benediktsson:
Sýslumannaæfir I (Rvík 1881-84), bls. 222-28 og 377-85. Hannes Þorsteinsson: Bene-
dikt Halldórsson ríki. Æfir lærðra manna 4. Handrit í Þjóðskjalasafni. Hannes Þor-
steinsson: Halldór Ólafsson lögmaður. Æ.l.m. 25.