Saga - 1994, Page 136
134
SIGURJÓN PÁLL ÍSAKSSON
móður Helgu Aradóttur. Skyldi fyrnefndur Magnús Björnsson
þessi áður skrifuð 80 hundruð eignast til réttra arfaskipta á móts
við systkin sín, Björn Björnsson og tvær systur, Sigríði og Guð-
rúnu Björnsdætur. Tilskildi húsfrú Elen Pálsdóttur að halda fyr-
skrifuð 80 hundruð í Möðruvöllum afgjaldslaust á meðan hún
lifði, eður þar til henni væri sjálfri ljúft af höndum að láta. Item
tilskildi Elen það í sömu handsölum að ef Magnúsi Björnssyni
auðnaðist son að eiga er Bjöm héti (og kæmi það nafn til lang-
aldurs) þá skyldi hann fyrnefnd 80 hundruð eignast til arfa-
skipta. ... Var og tilskilið af hendi húsfrú Elenar Pálsdóttur, að
sonur sinn, Magnús Björnsson, veitti sér sonarlega hlýðni, styrk
og aðstoð. Eimin væri góðviljaður hans sambornum systkin-
um.51
Magnús Björnsson var um þessar mundir tekinn við búi á Munka-
þverá, en móðir hans hefur skv. bréfinu þá verið flutt að Möðruvöllum.
Hún virðist hafa búið þar til dauðadags, 1638, því að í Skarðsáratmál
segir við það ár: „Deyði sú sæmdarkvinna Elín Pálsdóttir á Möðruvöll-
um í Eyjafirði, aldur 67 ár, er átt hafði sá heiðarlegi mann, Björn bóndi
Benediktsson."52 Samkvæmt þessu hefur Elín búið á Möðmvöllum árið
1628, þegar Magnús eignaðist eða áritaði Möðruvallabók. Ekki hefur
tekizt að finna gamla úttekt á húsakynnum þar á bæ, þannig að ekki er
vitað hvort þar hefur verið stómbaðstofu að finna árið 1628. En hvaða
líkur eru fyrir því?
Hlutverk baðstofunnar virðist hafa farið ört vaxandi eftir 1500, enda
getur nafnið stórabaðstofa ekki komið upp nema þar sem em aðrar bað-
stofur smærri í sniðum. Svokallaðar „stómbaðstofur" voru víða á stór-
býlum, einkum um norðanvert landið. Arið 1519 er getið um bæði fomu-
og stórubaðstofu á Munkaþverá, og er það elzta dæmið sem undirrit-
aður hefur fundið. Þeir staðir þar sem stómbaðstofu er getið, em:
Oddi á Rangárvöllum, 1567. (DI14, 581).
Skálholt, 1541. (DI 10, 628).
Síðumúli í Hvítársíðu, 1566. (DI14, 513).
Hvammur í Hvammssveit, Dalasýslu, 1531. (DI 9, 593).
Reykhólar, 1586. (Þjsks. Rtk. 1,5).
51 Þjsks, Rtk. 1,5: Jarðabókarskjöl 1700-1704. Skagafjarðarsýsla-Þingeyjarsýsla.
52 Annálar 1400-18001 (Rvík 1922-27), bls. 255.