Saga - 1994, Page 138
136
SIGURJÓN PÁLL ÍSAKSSON
Ingibjörg Þorvarðsdóttir, gift Páli Brandssyni sýslumanni, d. 1494.
Grímur Pálsson sýslumaður, d. 1526.
Þorleifur Grímsson sýslumaður, d. 1558.
Eftir dauða Þorleifs Grímssonar á Möðruvöllum urðu miklar erfðadeil-
ur og átök milli niðja hans af fyrra og síðara hjónabandi, enda hafði
maðurinn verið stórauðugur. Fjórmenningsmeinbugir voru á síðara
hjónabandi hans, en meðal barna hans af fyrra hjónabandi var Hall-
dóra, sem hafði verið gift Ara Jónssyni lögmanni að Möðrufelli. Helga
dóttir þeirra var nú gift, og gekk eiginmaður hennar, Páll Jónsson,
hart fram í erfðadeilunum fyrir hönd konu sinnar. Þeim lauk með sátt
1569, þar sem fyrri konu börnin hlutu helming arfs, auk þess sem Páll
fékk Möðruvelli af óskiptu, því að hann bar fram bréf með innsigli
Þorleifs heitins Grímssonar, hvar í hann gaf Helgu [dótturjdóttur
sinni jörðina. Margir töldu bréfið falsað, því að Þorleifur hafði aldrei
meðgengið þetta.53
Þau Páll Jónsson og Helga Aradóttir bjuggu á Staðarhóli í Saurbæ
frá 1562, og á Reykhólum frá 1570. Árið 1586, þegar Elín dóttir þeirra
giftist Birni Benediktssyni, síðar sýslumanni á Munkaþverá, hlaut hún
Reykhóla og hálfa Möðruvelli í heimanmund. Elín var þá aðeins 15 eða
16 ára.
Hér verður ekki reynt að skera úr um það hvort Magnús Björnsson
fékk Möðruvallabók hjá Elínu móður sinni á Möðruvöllum fram, eða
Halldóri Olafssyni á Möðruvallaklaustri. Hugsanlegt er þó að með
nánari rannsóknum á handritinu megi gera upp á milli þessara tveggja
kosta.
Magnús Björnsson lögmaður
Rétt þykir að gera hér nokkra grein fyrir Magnúsi Björnssyni og fjöl-
skyldu hans, til þess að við sjáum Möðruvallabók í réttu umhverfi, þeg-
ar hún skýtur fyrst upp kolli árið 1628. Faðir Magnúsar, Bjöm Bene-
diktsson (1561-1617), var sonur Benedikts ríka Halldórssonar á Möðru-
völlum í Hörgárdal. Bjöm fékk Vaðlaþing og Munkaþverárklaustur
1601 og hélt til dauðadags. Hann var höfðingi mikill, vel að sér um
53 Bogi Benediktsson: Sýslumannaæfir II (Rvík 1889-1904), bls. 190-214, sjá einkum
bls. 195-97.