Saga - 1994, Page 139
MAGNÚS BJÖRNSSON OG MÖÐRUVALLABÓK
137
flesta hluti, lögvitur, lítillátur, stilltur og vel auðugur. Hann dó á Munka-
þverá, en var jarðaður á Möðruvöllum í Eyjafirði. Minningartafla með
grafskrift hans var lengi í kirkjunni þar, en er nú glötuð. Tvenn erfiljóð
um Björn Benediktsson eru í handriti í Landsbókasafni.54
Móðir Magnúsar og kona Björns var Elín (1571-1638) dóttir Staðar-
hóls-Páls og Helgu Aradóttur. Þau Páll og Helga voru bæði Eyfirðing-
ar að uppruna. Páll var af svokallaðri Svalbarðsætt, sem mikið kvað að á
16. og 17. öld. Bræður hans voru sýslumennirnir Magnús Jónsson prúði
°g Sigurður Jónsson á Svalbarði. Helga var hins vegar sonardóttir Jóns
biskups Arasonar. Eftir aftöku Ara Iögmanns föður hennar ólst hún
UPP á Grund hjá Þórunni föðursystur sinni. Hún var 12 eða 13 ára
þegar faðir hennar var líflátinn.
Börn þeirra Björns og Elínar voru: Sigríður (um 1587-1633) kona
Páls sýslumanns í Húnaþingi, sonar Guðbrands biskups. Frá þeim er
mikil ætt komin. Magnús (1595-1662) lögmaður og sýslumaður í Vaðla-
Þjngi, sem hér verður frá sagt. Guðrún (um 1605-1633) kona Gísla Odds-
sonar biskups í Skálholti.55 Björn (um 1616-1657) var fæddur vitlítill
og var vaktaður alla ævi.
Magnús Björnsson (1595-1662) ólst upp hjá foreldrum sínum á
Munkaþverá og nam hjá þeim lestur, söng og skrift. Var svo fimm
(eða sex) vetur í Hólaskóla, líklega 1607-12, og lærði þar latínu og guð-
fræði. Meðal skólafélaga hans voru Þorlákur Skúlason (1597-1656) síð-
ar biskup og fleiri lærdómsmenn, og hefur fornfræðaáhugi Magnúsar
líklega kviknað þar. Eftir að hann kom frá Hólum fór hann að leita sér
fróðleiks í heimasveitum, m.a. í lögum, fornum fræðum, skáldskap og
ættvísi. í ævikvæði eða erfiljóði um Magnús, sem líklega er eftir Jón
Þorgeirsson á Hjaltabakka, föður Steins biskups, segir:
31 Gladdi giftu prýddur
góðan föður og móður
heim þá hýr réð koma
Hólum frá úr skóla,
54 Lbs. 2388 4to, bls. 8-14. Hannes Þorsteinsson telur að hin fyrri séu eftir síra Magnús
Ólafsson í Laufási. Hin síðari eru eftir síra Guðmund Erlendsson í Felli.
55 Guðrún dó af barnsburði í Skálholti 27. september 1633. Dánardag hennar má sjá á
legsteinsbroti frá Skálholti, en í bók Harðar Ágústssonar: Skálholt. Skrúði og áhöld
(Rvík 1992), bls. 274,278 og 280 er vitlaust lesið úr því.