Saga - 1994, Page 140
138
SIGURJÓN PÁLL I'SAKSSON
síðan sækir dáða
um sveitir fer að leita
vizku vals hinn horski
vill svo brjóstið gylla.
32 Fræðibækur fróðar
finna réð hugsvinnur,
annála á stílar,
ættartölum að gætti,
mærðar málum stýrði,
mjúkur upp nam Ijúka
læsingum ljóðvísra,
lög stundaði fögur.56
Magnús fýsti að kanna siði framandi þjóða og sigldi til Hamborgar,
lærði þar þýzku og ýmsar lærdómslistir og hélt sig ríkmannlega. Lagði
svo leið sína til Kaupinhafnar. Magnus Biörnonis Islandus er skráður í
stúdentatölu við háskólann 13. janúar 1614. Magnús kom út aftur um
1616, líklega með viðkomu í Hamborg. Varð fyrst umboðsmaður föður
síns, sem þá var oröinn heilsuveill, fékk Vaðlaþing þegar faðir hans dó
1617, og Munkaþverárklaustur ári síðar.
Magnús giftist Guðrúnu dóttur Gísla lögmanns Þórðarsonar (um
1545-1619), sem bjó lengst á Innra-Hólmi við Akranes.57 Móðir hennar
var Ingibjörg Amadóttir frá Hlíðarenda. Eftir dýrðlega brúðkaupsveizlu
settust þau Magnús og Guðrún að á Munkaþverá og bjuggu þar upp
frá því. Þau eignuðust átta börn, en fimm komust til fullorðinsára:
Gísli Magnússon (1621-1696), öðru nafni Vísi-Gísli, sýslumaður á Hlíð-
arenda, Jórunn (1622-1702) kona Jóns sýslumanns Magnússonar á
Reykhólum, Helga (1623-1677) kona Hákonar sýslumanns Gíslasonar
í Bræðratungu, Bjöm Magnússon (um 1624-1697) sýslumaður og klaust-
56 JS 398 b 4to. Erfiljóðið er varðveitt þar í tveimur eintökum, sem bæði gætu verið eig-
inhandarrit höfundar. Annað er heilt, virðist vera uppkast, en 11 'h erindi vantar
aftan á hreinritið. Sjá einnig Páll Eggert Ólason: Menn og menntir siðskiptaaldarinnar
á íslandi IV (Rvík 1926), bls. 750-55, og Páll Vídalín: Recensus poetarum et scriptorum
Islandorum hujus et superioris seculi. I. Texti (Rvík 1985), bls. 69.
57 Gísli fékkst nokkuð við fræðistörf, t.d. er frumrit Oddaverjaannáls (AM 417 4to)
ritað af honum. Ólafur Halldórsson: Um Danakonunga sögur. Gripla VII (Rvík
1990), bls. 83 neðanmáls.