Saga - 1994, Page 141
MAGNÚS BJÖRNSSON OG MÖÐRUVALLABÓK
139
urhaldari á Munkaþverá, og Solveig (1631-1710) kona Þorkels sýslu-
manns Guðmundssonar á Þingeyrum.
Árið 1625, þegar Magnús var um þrítugt, stóð hann fyrir fyrstu
galdrabrennu á íslandi. Jóni nokkrum Rögnvaldssyni frá Hámund-
arstöðum á Árskógsströnd var gefið að sök að hafa vakið upp draug og
sent hann manni á Urðum. Var sagt að hann hefði drepið þar hesta og
gert ýmsan annan óskunda. Jón bar á móti sökinni, en blöð fundust
hjá honum með rúnamyndum og var hann sakfelldur á grundvelli
þeirra. Hann var brenndur á Melaeyrum í Svarfaðardal. Líklega hefur
Magnús kynnzt hugmyndafræði galdrafársins í Þýzkalandi, en athygl-
isvert er að næstu ár kemur hann lítið við sögu galdramála. E.t.v. hefur
brennan á Melaeyrum mælzt illa fyrir og hann látið sér það að kenn-
'ngu verða. Löngu síðar, eða á árunum 1654-60, varð hann þó sem lög-
maður til að staðfesta nokkra galdradóma úr öðrum sýslum.58
Magnús var í lögmannskjöri 1619, en laut þá í lægra haldi fyrir
frænda sínum Halldóri Ólafssyni. Hann hélt Munkaþverárklaustur
°g Vöðlusýslu næstu 20 árin, en á alþingi 1639, þegar kjósa skyldi eft-
irmann Halldórs Ólafssonar, vildi Pros Mundt hirðstjóri ekki annað
heyra en að Magnús Björnsson yrði fyrir vali. Tóku menn þá við hon-
um og sór hann eið sinn, en lögmannsbréf frá konungi fékk hann 11.
nóvember sama ár. Árið 1639-40 hafði hann Hall harða Bjarnason sér
til aðstoðar við sýslustörfin, en sleppti sýslunni 1640 til Bjöms Pálsson-
ar systur- og fóstursonar síns. Klaustrinu hélt hann þó til æviloka.
Magnús var vel látinn sem lögmaður, og mjög voru þeir samhentir í
öllum málum á alþingi, hann og Árni lögmaður Oddsson.
Magnús var búmaður og fjáraflamaður mikill, og var um það er lauk
talinn ríkasti maður á íslandi af jarðagóssi. Veturinn 1624-25 var mjög
harður nyrðra, en þess er þá getið að á Munkaþverá hafi verið nóg hey
°g þar gefið 600 fjár og 100 hestum og mörgum nautum. Við andlát
Magnúsar námu eignir hans 3525 kýrverðum, fyrir utan það sem börn-
m höfðu áður fengið og ekkjan hélt eftir. í bréfi til Magnúsar 12. janúar
1656 er ekki laust við að Brynjólfur biskup öfundi Magnús ofurlítið af
auðlegð hans, velgengni og barnaláni, en þeir voru systrasynirT'
58 Þorsteinn M. Jónsson: Brennan á Melaeyrum J625 (Ak. 1957), 36 bls. Ólafur Davíðs-
son: Galdur og galdramál á íslandi (Rvík 1940-43), 354 bls.
59 Lbs. 1078 4to, bls. 769-75: Bréfabók Brynjólfs biskups Sveinssonar 1654-56. Eftirrit
er Guðmundur Þorláksson tók af frumbókinni, AM 269 fol. árið 1900. Bréfið er skrif-
að í Skálholti.