Saga - 1994, Page 142
140
SIGURJÓN PÁLL ÍSAKSSON
í minningarljóði um Magnús eftir óþekktan höfund segir:
25 Fjórða sem studdi foringjans völd
var fjár- og peningagrúi,
óðul jarða og ótalföld
auðlegð á hverju búi,
að neinn sé hér frægri nú í öld
naumlega eg því trúi.60
Arið 1647 tóku þeir Magnús lögmaður og Vísi-Gísli sonur hans á leigu
brennisteinsverk konungs fyrir 100 rd. árlegt afgjald og fengu þar með
einkaleyfi til brennisteinsvinnslu á íslandi. Er það til marks um atorku
þeirra og framtak. Arið 1652, þegar spítali var settur að Möðrufelli, gaf
Magnús þangað nokkurt fé til styrktar.
Magnús lögmaður komst ekki til alþingis 1661, sendi afsökunarbréf
og sagði að hann treystist ekki til þingreiðar vegna hnignandi heilsu.
Gegndi þá Arni Oddsson einn öllum lögmannsstörfum á alþingi.
Magnús sagði af sér lögmannsembættinu með bréfi dagsettu á Munka-
þverá 14. júní 1662. Hafði þá verið valdsmaður alls 45 ár, eða síðan hann
tók við Vaðlaþingi eftir lát föður síns 1617. Bréfið er prentað í Alþingis-
bókinni 1662 og fylgir því lofsamlegur vitnisburður þingheims um
Magnús lögmann, er hann hafði óskað eftir. Magnús dó á Munkaþverá
5. eða 6. desember 1662, 67 ára, og var grafinn á Möðruvöllum í Eyja-
firði eins og margir ættmenn hans. Hann var maður lögvitur og ein-
hver hinn mesti höfðingi, skrautmenni mikið, skáld gott og vel að sér
gjör um flest. Hann tók að sér marga unga menn og kom þeim til
menningar. Hann var talinn fylginn sér, harður og kappsamur ef því
var að skipta, en þó rausnarmaður mikill og rómaður mjög að mann-
kostum. Guðrún Gísladóttir ekkja hans dó á Eyrarlandi 1671 og var
jarðsett hjá manni sínum á Möðruvöllum.
Mynd af Magnúsi lögmanni, máluð, var í Skálholtsdómkirkju, með
þeirri áletran að hann hefði verið fæddur 1595 og dáið 1662.61 Hugsan-
legt er að Vísi-Gísli sonur hans hafi gefið mynd þessa kirkjunni, en lík-
60 Lbs. 1255 8vo.
61 Uppteiknanir Árna Magnússonar í Lbs. 90 8vo, bls. 24-25. Á málverkinu stóð:
„Magnús Björnss(on) lögmann n(orðan) og v(estan) á íslandi, fæddur A(nn)o 1595,
andaðist 1662 á síns aldurs ári 67. Var lögmaður 23 ár."