Saga - 1994, Síða 143
MAGNÚS BJÖRNSSON OG MÖÐRUVALLABÓK
141
legra er þó að myndin hafi borizt til Skálholts með Þórði biskupi Þor-
lákssyni, tengdasyni Vísa-Gísla. Myndin mun nú fyrir löngu glötuð. I
skálda- eða rithöfundatali Páls Vídalíns er Magnús lögmaður talinn
meðal betri skálda,62 og er eitthvað af kveðskap hans varðveitt í hand-
ritum í Landsbókasafni. Áður er getið um tvö minningarljóð sem til eru
um Magnús Björnsson. Af öðru þeirra má ráða að hann hafi átt gler-
augu, sem hann hefur e.t.v. notað sem stöðutákn.63
Handritasafn Magnúsar Björnssonar
Magnús Björnsson var mikill bókamaður eins og fram hefur komið, og
átti auk Möðruvallabókar (AM 132 fol.) mörg merkileg handrit. Á
dögum hans voru uppskriftir fornrita hafnar af fullum krafti undir
forystu Þorláks biskups Skúlasonar. Magnús lánaði Þorláki nokkur
handrit í þessu skyni, m.a. Möðruvallabók. Þó að Magnús hafi verið
ötull safnari þá er ekki vitað til að hann hafi ráðið menn til að skrifa upp
forn handrit. Það er þó vel hugsanlegt. Böndin gætu þá borizt að Hall-
dóri nokkrum Guðmundssyni, sem skrifað hefur mörg handrit sem
enn eru til, lögbækur, dómasöfn, sögur, rímur og annan kveðskap.
Hann hefur haft bókagerð að atvinnu, einkum á árabilinu 1640-60,
skrifaði m.a. tvær Sturlunga sögur fyrir Þorlák biskup Skúlason, sem
báðar eru glataðar. Halldór var frá Rúgsstöðum í Eyjafirði, föðurbróðir
Jóns Rúgmanns fornritafræðings í Svíþjóð, og er talinn hafa alið hann
upp við skriftir og fræðistörf. Rúgsstaðir (nú Rútsstaðir) eru mitt á milli
Munkaþverár og Möðruvalla, og má því telja líklegt að góður kunn-
62 Páll Vídalín: Recensus poetarum et scriptorum Islanitorum hujus et superioris seculi. I.
Texti (Rvík 1985), bls. 98. Minningarljóð um Jón Björnsson (1538-1613) sýslumann
á Grund er prentað í Blöndu II (Rvík 1921-23), bls. 9-19. Ljóðið er eftir einhvem
Magnús Björnsson, og vill útgefandinn, Jón Þorkelsson, eigna Magnúsi Iögmanni
ljóðið. Hann var þá 18 ára, nýkominn úr Hólaskóla, og alls ekki ömggt að hann sé
höfundurinn.
63 Efni þessa kafla er m.a. byggt á eftirtöldum heimildum: Bogi Benediktsson: Sýslu-
mannaæfir I (Rvík 1881-84), bls. 228-33. Páll Eggert Ólason: Menn og menntir sið-
skiptaaldarinnar d íslandi IV (Rvík 1926), bls. 750-55. Jakob Benediktsson (útg.): Gísli
Magnússon (Vísi-Gísli). Ævisaga, ritgerðir, bréf. Safn Fræðafélagsins um ísland og
íslendinga XI (Kmh. 1939), 160 bls. Páll Eggert Ólason: Saga íslendinga V (Rvík
1942), bls. 112-14. Páll Eggert Ólason: íslenzkar æviskrdr I-V (Rvík 1948-52). Hann-
es Þorsteinsson: Björn Benediktsson sýslumaður. Æfir lærðra manna 6. Handrit í
Þjóðskjalasafni. Hannes Þorsteinsson: Magnús Björnsson lögmaður. Æ.l.m. 41.