Saga - 1994, Qupperneq 144
142
SIGURJÓN PÁLL ÍSAKSSON
ingsskapur hafi verið milli þeirra Halldórs og Magnúsar. Faðir Hall-
dórs var og handgenginn Birni Benediktssyni á Munkaþverá, og son-
ur hans, Guðmundur Halldórsson, var djákni á Munkaþverá nokkur
ár eftir fráfall Magnúsar. Það væri reyndar verðugt rannsóknarefni að
kanna hvort einhver af handritum Halldórs Guðmundssonar hafa ver-
ið skrifuð fyrir Magnús Björnsson.64
Eftirfarandi yfirlit um handrit Magnúsar Björnssonar er byggt á
prentuðum skrám og fleiri heimildum, og eru óviss handrit merkt með
spurningamerki.65 Eflaust hefur Magnús átt mun fleiri handrit en hér
verða talin, og má með frekari rannsóknum líklega bæta einhverju við
þennan lista. Meðal bóka Magnúsar voru:
AM 61 fol. Ólafs saga Tn/ggvasonar hin mesta og Ólafs saga helga, lengsta
sagan. Handrit frá síðari hluta 14. aldar, líklega ritað á Helgafelli. Talið
er að Magnús hafi fengið það með konu sinni, Guðrúnu Gísladóttur, en
hún frá föður sínum, Gísla Þórðarsyni lögmanni á Innra-Hólmi. Síðar
gaf Magnús lögmaður Jórunni Henriksdóttur á Reynistað handritið, en
hún var bróðurdóttir Guðrúnar, konu Magnúsar.66
AM 152 fol. Grettis saga, Halfdanar saga Brönufóstra, Flóvents saga, Sig-
urðar saga pögla, Þórðar saga hreðu, Göngu-Hrólfs saga, Þorsteins saga Vík-
ingssonar, Hektors saga, Hrólf saga Gautrekssonar, Mágus saga og Gjafa-
refs saga. Handrit frá því um 1500. Nafn Magnúsar Björnssonar kemur
tvisvar fyrir í handritinu, m.a. í þessari vísu:
Magnús Björnsson bókina á,
býtir auðs og tryggða,
held eg hann íslands höfðingjann,
heill og lukkan styður þann.
Helga Magnúsdóttir í Bræðratungu fékk bókina í arf eftir föður sinn.
64 Stefán Karlsson: Halldór Guðmundsson, norðlenzkur maður. Bibliolheca Arnamagn-
æana XXX (Kbh. 1970), bls. 83-107.
65 I greinargerðinni hér á eftir er m.a. stuðzt við eftirtalin rit: Kristian Kálund: Katalog
over den Arnamagnæanske hdndskriftsamling I (Kbh. 1888-89), og Kristian Kálund:
Katalog over de oldnorsk-islandske hdndskrifter i det store Kongelige bibliotek og i Uni-
versitetsbiblioteket ... (Kbh. 1900). Bagalegt er að góðar skrár um íslenzk handrit í
mörgum erlendum söfnum hafa ekki enn verið gefnar út, þó að til séu í vélriti.
66 Jón Helgason lýsir bókinni í Handritaspjalli (Rvík 1958), bls. 67 og 69-70. Sjá einnig
rit Ólafs Halldórssonar: Helgafellsbækur fornar. Studia Islandica 24 (Rvík 1966), bls.
27-29.