Saga - 1994, Síða 145
MAGNÚS BJÖRNSSON OG MÖÐRUVALLABÓK
143
Jón Helgason hefur fært rök fyrir því að Magnús hafi fengið bókina hjá
Elínu móður sinni, en hún frá foreldrum sínum, Staðarhóls-Páli og
Helgu Aradóttur.67
AM 180 a fol. Karlnnwgnús saga.
AM 180 b fol. Konráðs saga keisarasonar, Dunstanus saga, Katrínar saga
hinnar helgu, Bærings saga fagra, Kmjtlinga saga, Vitus saga og Lárentíus
saga Hólabiskups. Talsvert skert handrit frá síðari hluta 15. aldar, sem
virðist hafa verið í eigu Guðbrands Þorlákssonar Hólabiskups (ber fanga-
mark hans). „Magnús Björnsson lögmann" hefur skrifað nafn sitt í
fyrri hlutann (blað 37v), og er það greinilega gert eftir að Magnús varð
lögmaður, 1639. Árið 1639 sendi Þorlákur biskup Skúlason Óla Worm
uppskrift Knýtlinga sögu (AM 1005 4to), sem gerð var eftir þessu hand-
riti, og um svipað leyti var Lárentíus saga einnig skrifuð upp á Hólum
(AM 404 4to). Eflaust hefur handritið verið fengið að láni, því að í bréfi
til Óla Worm 21. ágúst 1642 segir, að biskupinn eigi ekkert handrit af
Knýtlinga sögu. Hún sé hins vegar til í öðru héraði og verði hægt að fá
hana lánaða á næsta ári. Þegar þetta var skrifað var bókin í eigu Magn-
úsar Björnssonar. Á síðari hluta 17. aldar hefur hluti handritsins, a.m.k.
Vitus sagan og Lárentíus sagan, komizt í eigu Halldórs Þorbergssonar
á Seylu.68 E.t.v. hefur hann fengið handritið lánað hjá Magnúsi, eða
Birni syni hans, og ekki skilað því aftur.
AM 226 fol. Stjórn, Rómverja sögur, Alexanders saga og Gyðinga saga.
Handrit frá síðari hluta 14. aldar, líklega ritað á Helgafelli. Bókinni
fyigja þær upplýsingar að Gísli Magnússon (Vísi-Gísli) hafi fengið
hana að erfðum eftir föður sinn, Magnús Bjömsson. Magnús mun hafa
fengið hana af Eggert Björnssyni á Skarði á Skarðsströnd, en þeir voru
náskyldir, af öðrum og þriðja.
?AM 228 fol. Stjórn (þ.e. hluti Biblíunnar). Handrit frá fyrri hluta
f4. aldar. Að sögn Árna Magnússonar gaf Gísli Magnússon á Hlíðar-
0nda Þormóði Torfasyni sagnaritara handritið, þegar hann var hér á
ferð 1671. Þó að beinar heimildir skorti fyrir því að Magnús Björnsson
Eafi átt bókina, þá er líklegt að Vísi-Gísli hafi erft hana eftir föður sinn.
67 Jón Helgason: HaiulritaspjaU (Rvík 1958), bls. 74-75.
68 Jakob Benediktsson (útg.): Ole Worms correspondence with Icelanders. Bibliotheca
Armmagnæana VII (Kbh. 1948), bls. 251-53, 477-80 og 502. Árni Bjömsson (útg.):
Urentfus saga biskups (Rvík 1969), bls. xxxi-xxxiii. Jón Helgason: Fra en seddelsam-
lings versosider. Bibliotheca Arnainagitseana XXXI (Kbh. 1975), bls. 383-86. Ólafur
Halldórsson: Um Danakonunga sögur. Gripla VII (Rvík 1990), bls. 80-81.