Saga - 1994, Side 146
144
SIGURJÓN PÁLL ÍSAKSSON
AM 232 fol. Barlaatns saga og Jósafats, Maríu saga, Jóns saga baptista
og Vitæ patrum. Handrit frá 14. öld. Arni Magnússon skýrir frá því að
bókin hafi til forna verið í eigu Björns Magnússonar á Munkaþverá.
Má þá telja víst að hún sé úr safni föður hans, Magnúsar Björnssonar.
?AM 158 a og b 4to. Jónsbók, kristinna laga páttur, kristinréttur yngri,
réttarbætur. Gott handrit frá því um 1400, kallað Hlíðarendabók. Árni
Magnússon fékk hana hjá Brynjólfi Þórðarsyni á Hlíðarenda, en hún
hafði áður verið í eigu afa hans, Gísla Magnússonar. Hugsanlegt er að
Gísli hafi fengið hana hjá föður sínum, Magnúsi Bjömssyni, þó að það
sé ekki víst.
Gl. kgl. sml. 3274 a 4to. Jónsbók, ásamt réttarbótum o.fl. Óvenju fall-
egt pappírshandrit frá upphafi 17. aldar. Skv. áritun fremst í bókinni
hefur Magnús Arason gefið vini sínum Magnúsi Bjömssyni hana árið
1626. Magnús Arason (um 1599-1655) var sonur Ara Magnússonar í
Ögri og Kristínar Guðbrandsdóttur. Þeir nafnar höfðu verið skólabræð-
ur á Hólum og áttu síðar samleið í Hamborg, þar sem vináttuböndin
hafa styrkzt yfir kollu af öli. Jón sonur Magnúsar Arasonar giftist síðar
Jórunni dóttur Magnúsar Björnssonar, og bjuggu þau um tíma á Reyk-
hólum.
Ny kgl. sml. 1824 b 4to. Völsunga saga og Ragnars saga loðbrókar.
Handrit frá því um eða eftir 1400. Magnús Björnsson hefur ritað nafn
sitt í bókina, en víst er að Brynjólfur biskup Sveinsson var orðinn eig'
andi hennar 1641, og hefur hann líklega keypt hana af Magnúsi, en
þeir voru systrasynir. Brynjólfur kom norður í Eyjafjörð árið áður, þeg-
ar hann gekk að eiga Margréti, dóttur Halldórs lögmanns Ólafssonar.
Telja má víst að hann hafi þá kannað handritakost Magnúsar Björns-
sonar á Munkaþverá, en þeir frændur gætu hafa gengið frá kaupun-
um á alþingi 1641.
Jónsbók, ásamt kristinrétti, réttarbótum o.fl. Falleg skinnbók, skrif-
uð 1540 fyrir Ara Jónsson lögmann, sem hálshöggvinn var ásamt föður
sínum og bróður í Skálholti 1550. Magnús Björnsson gaf frænda sín-
um Brynjólfi biskupi Sveinssyni þetta handrit árið 1651 eða nokkru
fyrr, en Ari lögmaður var langafi þeirra beggja. Brynjólfur gaf Sigríði
Hákonardóttur í Bræðratungu, dótturdóttur Magnúsar Björnssonar,
bókina í nýársgjöf 1668, en hún hafði verið heitmey Halldórs Brynjólfs-
sonar, sem þá var nýlátinn. Sigríður lánaði Árna Magnússyni bókina
1727, og hjá honum brann hún árið eftir. Oddur Sigurðsson lögmaður
gerði, fyrir hönd móður sinnar, kröfu í dánarbú Árna vegna þessarar