Saga - 1994, Blaðsíða 147
MAGNÚS BJÖRNSSON OG MÖÐRUVALLABÓK
145
bókar, og mat hana á 20 ríkisdali. Að sögn hans var hún í fjórblöð-
Ungsbroti, prýdd nokkrum lituðum og gylltum myndum og upphafs-
stöfum, bundin í svart band með silfurdoppum á öllum átta hornum
°g miðjum spjöldum, alls tíu silfurdoppum, og tveimur voldugum
silfurspennslum. Brynjólfur biskup hafði látið binda bókina í Kaup-
mannahöfn veturinn 1664-65.69
i’hiðriks saga af Bem. Þormóður Torfason fékk þetta skinnhandrit
biðriks sögu hjá Helgu Magnúsdóttur í Bræðratungu, og hefur það
e-t.v. verið úr búi föður hennar, Magnúsar Björnssonar. Árni Magnús-
son fékk bókina hjá Þormóði og kallaði hana Bræðratungubók. Hún
brann hjá Árna 1728, en textinn er varðveittur í uppskrift síra Jóns Er-
iendssonar í Villingaholti (AM 178 fol.).70 Bókin var í fjórblöðungs-
broti, 4to.
Reykdæla saga og Víga-Skútu. í minnisgrein Árna Magnússonar
frá 1696-99 segir hann að Halldór Þorbergsson (um 1623-1711) hafi á
Slnum yngri ámm lesið Reykdæla sögu, sem faðir hans, Þorbergur
Hrólfsson (1573-1656) á Seylu, hafi trúlega fengið að láni hjá Magnúsi
björnssyni.71 Þorbergur var sýslumaður í hálfu Þingeyjarþingi til 1650
°g hefur því haft áhuga á sögusviðinu. Óvíst er hvaða handrit þetta
Var, en svo virðist sem einungis tvö skinnhandrit Reykdæla sögu hafi
verið til á 17. öld. Annað þeirra, AM 561 4to, var í eigu Þorláks bisk-
UPS, að því er Elín dóttir hans sagði Árna Magnússyni. Hitt er glatað,
en öll pappírshandrit sögunnar munu frá því runnin. Guðbrandur Vig-
bússon taldi að leifar þeirrar skinnbókar væru í AM 162 c fol. Varðveitt
eru ellefu blöð, m.a. þrjú úr Ljósvetninga sögu, en ekkert úr Reykdæla
sögu. Þetta hefur verið veglegt safnhandrit frá fyrri hluta 15. aldar,
h'klega skrifað af Ólafi, syni Lofts ríka Guttormssonar á Möðruvöllum í
byjafirði. Ekkert skal um það sagt hvort Magnús Bjömsson hefur verið
eigandi þess, enda er hugsanlegt að hann hafi lánað Þorbergi Hrólfs-
sym pappfrshandrit af sögunni.72
® S)á ahanmálsgrein 7.
^ Arne Magnussons ... hdndskriftfortegnelser (Kbh. 1909), bls. 45. Kristian Kálund gaf út.
Jón Helgason (útg.): Athuganir Árna Magnússonar um fornsögur. Gripla IV (Rvík
7 1980>, bls. 52-53.
Sturlunga saga I (Oxford 1878), bls. clvi. í prolegomena eða forspjalli Guðbrands
Vlgfússonar. íslenzkar fornsögur I (Kmh. 1880), bls. xix-xxxii í formála Guðmundar
3°rlákssonar. íslenzkar fornsögur II (Kmh. 1881), bls. i-xiii í formála Finns Jónsson-
ar. Stefán Karlsson: Ritun Reykjarfjarðarbókar. Bibliotheca Arnamagnæana XXX
(Kbh. 1970), bls. 120-40. Sjá einkum bls. 137-38.
10 - SAGA