Saga - 1994, Síða 148
146
SIGURJÓN PÁLL ÍSAKSSON
Af þessum lista má sjá að Magnús Björnsson hefur ekki einskorðað
söfnun sína við sögubækur og lögbækur, heldur hefur hann ekkert síð-
ur haft áhuga á kirkjulegum handritum úr kaþólskri tíð.
Ef hugað er að því hvað varð um bækur Magnúsar, þá virðast flestar
hafa gengið til þriggja bama hans, Gísla á Hlíðarenda, Bjöms á Munka-
þverá og Helgu í Bræðratungu. Ekki er vitað hvaða bækur þær Jórunn
á Reykhólum og Solveig á Þingeyrum fengu í sinn hlut.73
Líklega má þakka guði fyrir að Björn Magnússon á Munkaþverá
færði Thomasi Bartholin Möðruvallabók að gjöf. Sonur hans, Guðbrand-
ur Björnsson (1657-1733), var mikill óreglumaður og sóaði öllu erfðafé
sínu. Jón Jakobsson sýslumaður segist hafa heyrt að hann hafi eitt sinn
í drykkjuæði brennt merk skjöl og handrit á Munkaþverá, og hafa það
eflaust verið embættis- og einkaskjalasöfn föður hans, afa og langafa,
og eitthvað fleira. Karlamagnús sagan (AM 180 a fol.) ber þess líklega
merki að hafa verið í höndum hans. Jón Helgason gizkar á að Magnús
Björnsson hafi fyrir dauða sinn gefið Guðbrandi litla þetta handrit, sem
hafði áður verið í eigu Guðbrands biskups, nafna hans og langalang-
afa.74 Arni Magnússon skýrir frá því um Barlaams söguna (AM 232
fol.) að Guðbrandur Bjömsson hafi lært á henni að lesa. Sveinn Torfa-
son frá Gaulverjabæ í Hóa, sem hafði umboð Munkaþverárklausturs
1695-1725, fann Barlaams söguna burt kastaða í klausturhúsunum á
Munkaþverá, og hirti hana. Líklega hefur það verið í óreiðunni hjá
Guðbrandi eftir dauða föður hans 1697, a.m.k. eignaðist Ámi Magnús-
son bókina árið eftir, 1698.75
Ólafur Halldórsson handritafræðingur gizkar á að meðal bóka sem
Sveinn Torfason hirti á Munkaþverá hafi verið AM 291 4to (Jóms-
víkinga saga, handrit frá því um 1300). Fyrir því eru þau rök, að Árna
Magnússon minnti að hann hefði fengið handritið hjá Sveini, auk þess
sem líkur benda til að það sé eyfirzkt að uppmna.76
73 Handritið AM 193 8vo virðist hafa verið í eigu Solveigar eða Þorkels Guðmunds-
sonar eiginmanns hennar. I því er efni sem við kemur Magnúsi Björnssyni, en Árni
Magnússon upplýsir að handritið hafi fyrrum verið á Vestfjörðum, í eigu Ara Magn-
ússonar.
74 Páll Eggert Ólason: íslenzkar æviskrár II (Rvík 1949), bls. 110. Jón Helgason: Fra en
seddelsamlings versosider. Bibliolheca Arnamagnæana XXXI (Kbh. 1975), bls. 383-86.
75 Kristian Kálund: Katalog over den Arnamagnæanske hándskriftsamling I (Kbh. 1888-89),
bls. 192, og Árni Magnussons levned og skrifter I (Kbh. 1930), bls. 142.
76 Ólafur Halldórsson (útg.): Jómsvíkinga saga (Rvík 1969), bls. 7-9.