Saga - 1994, Blaðsíða 149
MAGNÚS BJÖRNSSON OG MÖÐRUVALLABÓK
147
Sumarið 1682 fóru þeir Jón Eggertsson og Hannes Þorleifsson um
Norðurland og söfnuðu handritum, sá fyrrnefndi fyrir Svía, hinn fyrir
Danakonung. Ólíklegt er að Jón Eggertsson hafi fengið handrit hjá
Birni Magnússyni á Munkaþverá, því að þeir voru svarnir fjandmenn.
En í ljósi þess að Guðbrandur Björnsson var einn af sveinum Jóns, í
óþökk foreldra sinna, þá er hugsanlegt að hann hafi útvegað Jóni ein-
hver handrit, t.d. þau sem hann átti sjálfur. Erfitt er um það að segja,
hvort Hannes Þorleifsson komst yfir handrit á Munkaþverá. En þegar
á það er litið að hann hvarf í hafið með feng sinn haustið 1682, þá var
guðsþakkarvert að hann fékk ekki Möðruvallabók. Björn tók bókina
rneð sér til Kaupmannahafnar og færði Thomasi Bartholin fornfræðingi
hana að gjöf sumarið 1685, eins og fyrr er sagt.77
Möðruvallabók á 17. öld
Magnús Ólafsson (um 1573-1636) prestur í Laufási segir í bréfi til Óla
Worms 1632, að leikmenn sem eigi í fórum sínum forn handrit, liggi á
þeim eins og ormar á gulli. Fræðimenn þeirrar tíðar voru skv. þessu í
frekar erfiðri aðstöðu til að afla sér heimilda. Amgrímur Jónsson lærði
(1568-1648) samdi nokkur rit um sögu íslands, og segist í einu þeirra
hafa notað 26 handrit, sem hann hefur eflaust fengið flest að láni. At-
hyglisvert er að hann virðist ekki hafa þekkt Möðruvallabók, stærsta
íslendingasagnahandritið, þó að líkur bendi til að hún hafi verið á
Norðurlandi um 1600.78
Fljótlega eftir að Magnús Bjömsson eignaðist Möðruvallabók 1628
verður þess vart að fræðimenn 17. aldar fari að nota hana. í handritinu
E 702 í Háskólabókasafninu í Uppsölum er t.d. vísnasafn sem Magn-
ús Ólafsson í Laufási sendi Óla Worm á árunum 1632-35. Þar er m.a.
eíni sem Magnús í Laufási hefur skrifað upp eftir Möðruvallabók. Full
ástæða væri til að rannsaka þetta vísnasafn nánar.79
77 í bréfi sem Bartholin skrifaði Þormóði Torfasyni 16. janúar 1686 segir: „Her var ell-
ers i Sommer en gammel Islænder Biörn Magnusen, Hand foræret mig et Manu-
skript paa Kalfveskin, ..." Kristian Kálund (útg.): Laxdæla saga (Kbh. 1889-91), bls.
iii, neðanmáls.
78 Jakob Benediktsson: Den vágnende interesse for sagalitteraturen pá Island i
1600-tallet. Lærdómslistir - Afmælisrit 20. júlí 1987 (Rvík 1987), bls. 231-32.
79 Anthony Faulkes (útg.): Two versions ofSnorra Edda I (Rvík 1979), bls. 24 og 37.