Saga - 1994, Blaðsíða 150
148
SIGURJÓN PÁLL ÍSAKSSON
Magnús í Laufási fékkst við það á seinustu árum ævi sinnar að taka
saman orðasafn með tilvitnunum í fornrit. Hann mun hafa dáið frá því
ófullgeröu, en fóstursonur hans, Jón Magnússon í Laufási, sendi Ola
Worm eftirrit á árunum 1638-39. Worm lét endurskoða safnið og gaf
það út í Kaupmannahöfn 1650 undir nafninu Specimen lexici runici.
Anthony Faulkes hefur rannsakað heimildir Magnúsar og sýnt fram á að
hann hafi stuðzt við Möðruvallabók. Faulkes gefur í skyn að Magnús
hafi lesið bókina þegar hann var prestur á Möðruvallaklaustri 1599-
1607, en það er óvíst. Sumar tilvitnanirnar virðast gerðar eftir minni,
t.d. í Laxdælu, en tilvitnanir í Eglu og Bandamanna sögu virðast tekn-
ar úr glötuðum pappírshandritum, sem voru náskyld Möðruvallabók.
Ef það er rétt þá hafa menn byrjað að skrifa hana upp á pappír fyrir
1635.80
Magnús í Laufási notaði fleiri bækur úr eigu Magnúsar Björnssonar
við samningu orðasafns síns. Tilvitnanir í Olafs sögu Tryggvasonar
hina mestu eru runnar frá AM 61 fol., en gætu þó verið teknar eftir
pappírshandriti. Einnig er vitnað til Völsunga sögu og Ragnars sögu loð-
brókar, og er þar líklega notað handrit Magnúsar Björnssonar af þeim
sögum.81
Fróðlegt væri að rekja hvaða uppskriftir voru gerðar eftir Möðruvalla-
bók á 17. öld, hverjir voru þar að verki, fyrir hverja þeir unnu og hver
urðu afdrif uppskriftanna. Ekki er unnt að fara út í þá sálma hér, en þó
má nefna að Þorlákur Skúlason Hólabiskup lét skrifa Laxdæla sögu
eftir Möðruvallabók í handritið AM 128 fol. Athyglisvert er, að af þeim
fjórum sögum sem eru í því handriti er aðeins ein, Laxdæla saga, tekin
eftir Möðruvallabók. Skýringuna má e.t.v. finna í áritun, sem er aftar-
lega í sögunni í Möðruvallabók. Á blaði 188r stendur: „Þessa sögu á
Magnús Björnsson en enginn annar / hvar sem hún kemur brott."
Þessi orð gætu bent til að Magnús hafi í það skipti ekki lánað Þorláki
biskupi Möðruvallabók í heild, heldur tekið Laxdæla sögu út úr bók-
inni, og sent honum.
Því fer fjarri að not 17. aldar fræðimanna af Möðruvallabók hafi verið
könnuð til fulls. Rannsóknir á rithöndum gætu t.d. leitt ýmislegt at-
hyglisvert í ljós, en það er ís sem ég hætti mér ekki út á. Athyglisvert
80 Anthony Faulkes: The sources of Specimen Lexici Runici. ísienzk lunga 5 (Rvík
1964), bls. 30-138. Sjá einkum bls. 54, 72-73, 79-81 og 97-99.
81 Sama heimild, bls. 87 og 95.