Saga - 1994, Síða 152
150
SIGURJÓN PÁLL ÍSAKSSON
Afta n málsgrei nar
1 Mikið hefur verið skrifað og skrafað um eyðumar tvær, og vísumar 14 sem síðar voru
færðar inn. Ýmis rök má færa fyrir því að sumar vísur Egils séu of unglegar til að
geta verið eftir hann. Bjöm M. Ólsen taldi eyðumar tvær einmitt benda til að sumar
þessar unglegu vísur séu eftir höfund sögunnar. Hann hafi ætlað að bæta vísum
þarna inn, en ekki haft þær tilbúnar. (B.M.Ó.: Landnáma og Egils saga. Aarbeger for
nordisk oldkyndighed og hislorie (Kbh. 1904), bls. 219). Sigurður Nordal vísaði jaessu á
bug, en taldi hugsanlegt að ritari Möðmvallabókar hafi ætlað að yrkja þarna vísur í
orðastað Egils. (Í.F. II, xiv-xv). Þessar hugmyndir hljóta að leiða til þess, að draga
verði í efa að vísumar 14 sem færðar vom inn í eyður í Möðmvallabók, séu eftir Egil-
Guðbrandur Vigfússon gengur einna lengst í að véfengja vísur Egils. Af 52 lausavís-
um taldi hann aðeins sex heilar og tvær hálfar ömgglega eftir hann, sbr. Guðbrand-
ur Vigfússon og F. York Powell: Corptis Poeticum Borealc II (London 1883), bls.
71-73. Af þessum átta „ömggu" vísum em fjórar sem hafa verið færðar inn í eyður í
Möðmvallabók, sem bendir ekki til að þær séu vafasamar. Auk þess em flestar þess-
ar 14 vísur varðveittar í öðmm handritum, sem em ekki mnnin frá Möðmvallabók.
Þessar hugmyndir virðast því ekki standa á traustum gmnni.
2 I útgáfu sinni af Víga-Glúms sögu bendir Gabriel Turville-Petre á, að sagan sé tals-
vert stytt í Möðmvallabók, einstakir kaflar allt frá 7% upp í 40%. Hún er því meira
dregin saman en Egils saga, sem er að meðaltali stytt um 5-10%. Turville-Petre telur
að þessar hliðstæður í meðferð textans bendi til að sami maður hafi farið höndum um
báðar sögumar. Það sé hugsanlegt að ritari Möðmvallabókar hafi verið þar að verki,
en þó sé öllu líklegra að þessi styttri gerð sagnanna hafi verið tekin eftir eldra hand-
riti. Víga-Glúms saga (London 1940), bls. xxxi-xxxii. Turville-Petre hefur trúlega raett
þessar niðurstöður við Sigurð Nordal, sbr. formála bókarinnar.
3 Sem dæmi um að ritari Möðmvallabókar hafi verið ókunnugur á Austurlandi, bendir
Einar Ólafur á eftirfarandi orð úr Droplaugarsonasögu: „til Forsdals til Korkalækjat'
várþings." I broti úr öðm skinnhandriti sögunnar stendur hins vegar: „til Fljótsdals
til Krakalækjarþings" sem er réttara, þó að e.t.v. ætti fremur að standa „Fljótsdals-
héraðs" (Í.F. XI, 147 og 380).
Stefán Karlsson bendir á tvö dæmi úr handritsbrotinu af Guðmundarsögu um að rit-
ari Möðmvallabókar hafi verið ókunnugur í Mývatnssveit. T.d. misskilur hann orðiö
reyðar kv. (þ.e. silungar), sem er algengt í máli manna þar, og afbakar það í reyndar•
„seldi Þorsteinn bóndi til þriggja kúa reyðar um sumarið", þ.e. silunga fyrir andvirði
þriggja kúa.
Möðmvallabók hefur og verið talin skrifuð austan Miðfjarðar, því að í upphafi Banda-
manna sögu er nefndur Ófeigur, „er bjó vestr í Miðfirði", og Styrmir frá Ásgeirsá „er
þá þótti mestr höfðingi vestr þar." í öðm skinnhandriti sögunnar stendur hins
vegar: „hann bjó norðr í Miðfirði", og „var mestr höfðingi norðr þar." (Í.F. VII, 293"
94). Hallvard Mageroy telur hins vegar að „vestr" sé hér uppmnalegt í sögunni; þ«1t
er því ekki marktæk vísbending um hvar Möðmvallabók var rituð, sbr. Studier i
Bandamanna saga. Bibliolheca Arnamagnæana XVIII (Kbh. 1957), bls. 24-25. Hins
vegar benda ömefnaskekkjur í Laxdælu til, að skrifari Möðmvallabókar hafi vcrl
ókunnugur á Vesturlandi: Sofandaskarð, Laugavatnsdaiur og Skrdmuhlaupsd fyrir Sop
andaskarð, Langavatnsdal og Skraumuhlaupsá. (Í.F. V, lxxvii og 10). Rétt var farið me
þessi nöfn í Vatnshyrnu, sem hafði Laxdælutexta náskyldan texta Möömvallabók‘'r-
Loks má nefna að í Kormáks sögu í Möðmvallabók er Svínadalur í Húnaþingi kalla
Sunnudalur, sem bendir til ókunnugleika í því héraði. (Í.F. VIII, 277).