Saga - 1994, Side 153
MAGNÚS BJÖRNSSON OG MÖÐRUVALLABÓK
151
• Skírnisgrein sinni nefnir Selma einnig altarisklæði frá Draflastöðum og Hólum í
Hjaltadal. Elsa E. Guðjónsson telur þau hins vegar frá öðrum fjórðungi 16. aldar, sem
þýðir að þau geta ekki verið gefin kirkjunum af þeim Svalbarðssystrum. Selma virðist
hafa fallizt á það, því að hún minnist ekki á þau í ritgerð sinni í Helgastaðabók, án
þess þó að vitna til Elsu. Bagalegt er að ritgerð Elsu, íslenskur refilsaumur, hefur
ekki verið prentuð.
5 Konungasagnahandritið Hulda (AM 66 fol.) er talið ritað á Munkaþverá um 1375.
Líkur benda til að Jón Hákonarson hafi átt þetta handrit, sbr. Jonna Louis Jensen:
Kongesagastudier. Bibliotheca Arnamagnæana XXXII (Kbh 1977), bls. 7-9. Jón keypti
Víðidalstungu 1385 og mun hafa búið þar upp frá því, en var jafnframt eigandi
hálfrar Grundar og gæti hafa dvalizt þar um skeið á sínum yngri árum. Hver veit
nema hann hafi eignazt Huldu í Eyjafirði, eða jafnvel fengið klausturbræðurna á
Munkaþverá til að rita hana. Þetta gæti því verið dæmi um sérstök tengsl Grund-
arhöfðingja við Munkaþverá.
Möðruvallabók hlýtur að hafa verið geypidýr. Sem dæmi um verð skinnbóka má
nefna, að árið 1554 galt síra Björn Gíslason Lögmannshlíðarkirkju, vegna 12 hundr-
a5a portionsskuldar, „tvær bækur með perment, messubók og historíubók, haldandi
ar um kring hvor um sig bókanna, voru sagðar bækur virtar af 6 skynsömum mönn-
um lærðum og leikum, fyrir 15 hundruð." Skjalabók Hólastóls II, Bps. B I, 14, bls.
312. Þetta er áður en skinnbækur taka að falla í verði, en 15 kýrverð eru mikið fé. Lík-
ega er verðfall skinnbóka hafið að einhverju marki um 1628, en ekkert á móti því
sem s®ar varð. Vaxandi fátækt á 17. öld hefur þar vegið þungt, enda má sjá mörg
d*mi um það fyrr og síðar að listmunir verða nær verðlausir, þegar fólk á vart í sig
°gá.
7 pf •
emgöngu er litið á ættartengsl mætti álykta að bókin hafi gengið að erfðum frá Ara
ogmanni til Helgu dóttur hans, og frá henni til Elínar dóttur hennar, móður Magn-
osar Björnssonar. En af áritunum í bókinni mátti sjá að ferill hennar var allur annar.
bokina var skrifað: „Þessa bók á Jón Sigurðsson, því Grímur Jónsson hefur fengið
mer hana fyrir aðra [JónsbókJ prentaða." Líklega er hér átt við Grím Jónsson (um
81-1654) prest á Húsafelli. Þar stóð einnig: „Bók Hákonar Ormssonar Anno Chr.
40." Hákon Ormsson (1614-1656) var sýslumaður í Rangárþingi og alþingisskrif-
164l-45. Magnús lögmaður gæti hafa fengið bókina hjá honum á þeim árum.
D'ojólfur Sveinsson áritar bókina 25. marz 1651, og er þá orðinn eigandi hennar. Arne
agnussons private brevveksling (Kbh. 1920), bls. 448. Árni Magnússons levned og
s rifter II (Kbh. 1930), bls. 204-206. Jón Helgason: Rettelser og tilfojelser til tidligere
arbejder. Bibliotheca Arnamagnæana XXXI (Kbh. 1975), bls. 400-402.