Saga - 1994, Blaðsíða 158
156
GUÐMUNDUR JÓNSSON
mannfjöldinn reiknaður aftur á bak út frá tölum um fædda og dána
allt aftur til 1734.9
Endurskoðuðu tölurnar eru nokkru hærri en eldri tölur eða að meðal-
tali 1,9% hærri en tölur Hagstofunnar á tímabilinu 1759-96. Er mun-
urinn mestur á árunum 1759-69 og 1785-89 eða vel yfir 2%, en miklu
minni á tímabilinu 1734-56 og 1797-1800. Athyglisvert er að endur-
skoðuðu tölurnar komast nær hinu lítt þekkta manntali frá 1785 en töl-
ur Arnljóts. Á hinn bóginn sýna þær 2% hærri mannfjölda 1769 en töl-
ur Arnljóts, sem fellur vel að þeim grun að í manntalinu 1769 sé fólks-
fjöldinn vantalinn.
Mesta frávikið frá eldri tölum er árið 1757 og stafar það af talsverðri
hliðrun talna Guðmundar Hálfdanarsonar miðað við tölur Amljóts Ol-
afssonar um fædda og dána í mannfellinum mikla á síðari hluta sjötta
áratugarins. Samkvæmt Arnljóti hefst mannfækkunarhrinan árið 1755,
stendur hæst árið 1758, fjarar út árið 1759, en árið 1760 byrjar fólkinu að
fjölga aftur. Eftir endurskoðuðu tölunum hefst mannfækkunin einnig
árið 1755, en kemur langþyngst niður á árið 1757, rénar árið eftir og
fólksfjölgunin hefst að nýju árið 1759. Þegar heildarmannfækkun á tíma-
bilinu 1755-59 er borin saman munar hins vegar aðeins 185 manns
(endurskoðaðar tölur: 5291; tölur Arnljóts: 5476), svo að hér er aðallega
um tilfærslur milli ára að ræða.
Endurskoðuðu tölurnar um árin 1755-59 koma betur heim við rit-
heimildir um feril mannfellisins en hinar eldri tölur. í höfuðriti um
fólksfjöldasögu 18. aldar, Mannfækkun afhallærum, segir Hannes biskup
Finnsson að harðærið og mannfækkunin hafi verið mest talin á árinu
1757, en úr því hafi hún rénað.10 Eftir tölum Arnljóts heldur landsmönn-
um hins vegar áfram að fækka næstu tvö árin, árið 1759 svo nemur 639
manns, „þó að hvorki annálar né aðrar heimildir geti hungurfellis eða
sérstakra sótta á því ári", segir Jón Steffensen í bók sinni, Menning og
meinsemdir.u Verður því ekki betur séð en að nýju tölumar falli betur að
ritheimildum en eldri tölur um mannfjölda og renni enn frekari
stoðum undir þá endurskoðun sem hér hefur verið gerð grein fyrir.
9 Tala Statislisk Tabelvxrk6. hæfte (Kiabenhavn, 1842), 179, um heildarmannfjölda 1801
er lögð til grundvallar, þ.e. 47.240, en ekki örlítið lægri útkoma, 47.227, í nýlegri út-
gáfu Ættfræðifélagsins á manntalinu, Manntal á ísiandi 1801. Norður- og Austuramt
(Reykjavík, 1980).
10 Hannes Finnson, Mannfækkun afhallærum (Reykjavík, 1970), 84-90.
11 Jón Steffensen, Meniiing og meinsemdir (Reykjavík, 1975), 412.