Saga - 1994, Síða 163
VIÐHORF ÍSLENDINGA TIL GRÆNLANDS
161
em viðhorf einnar þjóðar til annarrar á tilteknu tímabili.2 Heitið við-
horfasaga virðist enda henta þessu verksviði betur, þar sem hugtakið
viðhorf er talið merkja „skoðun, álit eða afstöðu" en hugtakið hugarfar
"hugarþel, innræti eða afstöðu til einhvers. "3
Viðhorfasaga hefur notið allmikilla vinsælda hérlendis sem erlendis
a undanförnum árum og áratugum. Jafnframt hefur verið vakin at-
hygli á þeim gildrum sem einkum er að varast þegar lögð er stund á
þessa tegund sagnfræði og gagnrýni hefur hún einnig hlotið, sem eink-
uni hefur beinst að ónákvæmni í hugtakanotkun og afmörkun við-
fangsefna.4 Þessi gagnrýni á einkum við þegar fengist er við viðfangs-
efni af því tagi sem hugtakið hugarfarssaga var látið taka til hér að fram-
an- Auðveldara er að afmarka viðfangsefni innan viðhorfasögu, a.m.k.
Þegar fengist er við viðhorf til eins afmarkaðs viðfangsefnis eins og hér
er gert. Hér er einvörðungu fengist við úrvinnslu ritaðra heimilda og
hefur einkum verið leitað eftir gildishlöðnum ummælum um viðfangs-
efn'ð í þeim, enda eru slík ummæli einna tryggastir vitnisburðir um af-
st°ðu manna almennt. Afstaða - viðhorf - getur þó birst með öðrum
hætti en í gildishlöðnum ummælum, t.d. eru aðgerðir eða aðgerðaleysi
lsfenskra stjórnvalda og ráðamanna í einstökum málefnum varðandi
Grænland í raun heimildir um viðhorf þeirra til landsins og íbúa þess.
Þriðja lagi má ráða nokkuð um viðhorf af skeytingarleysi einstakra
heimilda um viðfangsefnið. Þetta á t.d. við kennslubókaefni, en ætla
ma að umfjöllun þeirra, eða skortur á umfjöllun, um Grænland og
h'fænlendinga sé fyllilega nothæfur vitnisburður um það hvaða sess
andið hefur skipað í hugum íslendinga, auk þess sem þessi rit eru
0rækur vitnisburður um það hvaða lágmarksþekkingu íslenskum skóla-
nernum var ætlað að hafa á Grænlandi og Grænlendingum.
Sigurður G. Magnússon: „Hugarfarið og samtíminn. Framþróunarkenningin og
vestræn samfélög", bls. 28. - Gísli Ágúst Gunnlaugsson: „Ást og hjónaband á
fyiri öldum. Um ástina og hjónabandið í erlendum sagnfræðirannsóknum og ís-
•ensku samfélagi 1780-1900", bls. 76, tilv. 1. bls. 86. Gísli þýðir franska hugtakið
"1 histoiredes mentalités"sem „hugarfarssaga".- Einar Már Jónsson: „Hugarfars-
saga",bls. 410,419-20.
Sbr. Ingi Sigurðsson: „Viðhorf Islendinga til Skotlands og Skota á 19. og 20. öld",
bls. 115-78, - Gunnar Þór Bjarnason: „Viðhorf fslendinga til Þjóðverja í heims-
sfyrjöldinni fyrri", bls. 206-235.
^ Islensk orðabók handa skólum og almenningi, bls. 419,1149.
agen, Rune: „Mentalitetshistorie: Hva og Hvorfor? Ei kritisk drofting av be-
greper og historieteori", bls. 9.
U~Saga