Saga - 1994, Page 168
166
KRISTJÁN SVEINSSON
fólki út í slíka ferð.14 Auk þess hafði kostnaðaráætlun vegna hinna fyr-
irhuguðu fólksflutninga hækkað til muna umfram það sem gert hafði
verið ráð fyrir og nýlenduvist danskra hermanna og refsifanga á Græn-
landi gefið svo slæma raun að áform af hálfu Dana um landvinninga á
Grænlandi féllu niður að sinni.15
Þótt ekkert yrði úr flutningum íslendinga til Grænlands að þessu
sinni er næsta víst að framangreindir atburðir hafi orðið til þess að vekja
áhuga og umtal meðal landsmanna um Grænland, a.m.k. fyrst eftir að
þeir áttu sér stað. Viðbrögð manna við hugmyndum konungsvalds
benda þó ekki til að landið hafi verið í miklu áliti meðal fslendinga á
þessum tíma. Fólk virðist hafa látið freistast af loforðum um fiskibáta,
húsavið og búpening, en horfið frá að betur athuguðu máli.
Þótt þorri íslendinga hafi að líkindum ekki haft ýkja mikið álit á
Grænlandi og Grænlendingum á 18. öld kulnaði þó ekki áhugi á land-
inu út með öllu. Einstakir menn urðu til að vekja umræður um landið
og fýsti jafnvel að komast þangað til dvalar. I þeim hópi var séra Jón
Bjarnason á Ballará, prestur í Skarðsþingum. Séra Jón vildi burt úr
Skarðsþingum, m.a. vegna missættis við Magnús Ketilsson sýslumann,
og hafði snemma á prestskaparárum sínum fengið áhuga á Græn-
landi, einkum vegna trúboðsstarfs Hans Egedes, og hann hafði lagt sig
eftir grænlenskri tungu. Um 1760 sótti séra Jón mjög fast að komast til
Grænlands til trúboðsstarfa, en þessi ásetningur hans mætti litlum
skilningi. Bjarni Pálsson landlæknir mun einn íslenskra ráðamanna
hafa orðið til að veita honum brautargengi, en Bjami samdi skýrslu um
hugsanlegan flutning íslenskra fjölskyldna til Grænlands,16 svo ekki
var sú hugmynd með öllu dauð. Velvild Bjama Pálssonar dugði þó
ekki séra Jóni. Hann komst aldrei í Grænlandsför, en sneri sér þess í
stað að skáldskap um hugarefni sín; samdi m.a. grafskrift yfir Hans
Egede á grænlensku, dönsku og íslensku og rímnabálkinn „Innuin
inversarit eður Skrælingjaníð. Ríma sundurdeild í 7 flokka af mann-
drápi á Grænlands austursíðu árið 1760" samdi hann árið 1764.17 Er
kveðskapur séra Jóns varðveittur í Handritadeild Landsbókasafnsins,
m.a. í handritunum Lbs. 576,4to og Lbs. 1292-1293,4to.
14 Alþingisbækur íslands XI, bls. 588-89. - Lovsamling for Island II, bls. 446-48.
15 Hannes Þorsteinsson: „Grænlandsþættir m.fl.", bls. 196-98, 204-11.
16 Hannes Þorsteinsson: „Grænlandsþættir m.fl.", bls. 215-22.
17 Hannes Þorsteinsson: „Grænlandsþættir m.fl.", bls. 226.