Saga - 1994, Page 169
VIÐHORF ÍSLENDINGA TIL GRÆNLANDS
167
Fjögurra íslenskra trúboða á Grænlandi er getið á síðari hluta 18.
aldar. Þessir menn voru séra Egill Þórhallason, sem dvaldi á Græn-
landi árin 1765-75 sem trúboði og landkönnuður, Þorkell Magnússon,
bróðursonur séra Egils, sem dvaldi á Grænlandi um 15 ára skeið árin
1768-83 og fékkst þar við barnakennslu. Ólafur Gunnlaugsson Dahl
lór sem trúboði til Upernavik á Grænlandi vorið 1779 og dvaldi þar til
arsins 1787, en lést skömmu eftir að Grænlandsvist hans lauk. Að
síðustu er nefndur Rudolf Friðrik Lassen, er var danskur að ættemi, en
alinn upp að nokkru leyti á íslandi og útskrifaður úr Skálholtsskóla og
hefur því verið talinn meðal íslenskra trúboða á Grænlandi. Hann
dvaldi á Grænlandi árin 1787-89, en eftir það í Danmörku.18
Aðeins tveir þessara manna em líklegir til að hafa haft áhrif á þekk-
lngu Islendinga á Grænlandi, þeir séra Egill Þórhallason og Þorkell
^lagnússon. Egill var talinn meðal fremstu kennimanna og könnuða á
Grænlandi á sínum tíma. Hann samdi nokkur rit um tungu og menn-
lngu landsmanna, auk þess sem hann þýddi Katekismus á grænlensku,
°g ritaði a.m.k. eina grein á íslensku um grænlensk málefni.19 Þorkell
^lagnússon barnafræðari kom til íslands eftir að Grænlandsvist hans
lauk og tók þar upp sína fyrri iðju á efri árum.20 Er því líklegt að hann
hafi miðlað vitneskju um Grænland og Grænlendinga til íslenskra bama
°g ungmenna í einhverjum mæli.
Af framanrituðu má ráða að samskipti íslendinga og Grænlendinga
v°ru næsta lítil á 18. öld. Lengstum voru þó menn meðal íslendinga
Sern sýndu Grænlandi áhuga, og má ætla að þeir hafi veitt öðrum
landsmönnum einhverja hlutdeild í vitneskju sinni um landið, sem þó
hlaut að vera ærið brotakennd þar sem Grænland var þá lítt kannað.
Grænlandsáhugamenn voru og jafnan fáir og er því ólíklegt að áhrif
Þeirra hafi verið mikil.
Ahugi íslendinga á Grænlandi á 19. öld mun hafa verið harla lítfll.
Fátítt var að íslendingar kæmust til Grænlands, enda lélegar samgöng-
Ur milli landanna. Einstöku fréttir munu þó hafa borist frá Græn-
'andi, t.d. lét Jón Espólín þess getið í Árbókum sínum við árið 1831, að
]9 ^annes Uorste>nsson: „Grænlandsþættir m.fl.", bls. 233-40.
Thalbitzer, William: Fra Grenlandsforskningens forste dage, bls. 81-2. - Egill Þór-
hallason: „Stutt Ágrip um Verkun Grænlendinga á Sela-skinnum, til Báta og
Fatnaðar", bls. 172-78.
u Hannes Þorsteinsson: „Grænlandsþættir m.fl.", bls. 237.