Saga - 1994, Síða 170
168
KRISTJÁN SVEINSSON
danskur kapteinn, Grnah að nafni, hefði fundið „Austrbygd eina á
Grænlandi, er menn ætludu vera mundi Islendínga bygd hin forna,
því fólk var þar meira vexti ok ljósara en Eskimóa kyn, ok líkt Nordr-
álfubúum".21 Merki um forna byggð norrænna manna munu því
snemma hafa vakið áhuga meðal íslenskra menntamanna.
Er farið var að gera út skipulega leiðangra til að kanna Grænland
vakti það nokkra athygli hérlendis, enda þóttu landkönnunarferðirnar
hinar mestu svaðilfarir og könnuðirnir voru rómaðir fyrir hreysti sína
og óvílni. Þó var að því fundið í Reykjavíkurblaðinu ísafold að sænska
landkönnuðinum Adolf Erik Nordenskjöld hefði verið sýnt tómlæti er
hann kom til Reykjavíkur á heimleið úr Grænlandsför sinni þann 9.
apríl 1883. Var og skýrt frá því að tilgangur Nordenskjölds með förinni
hefði m.a. verið að sannreyna hvort á Grænlandsöræfum væri að finna
útilegumannabyggð líkt og Islendingar höfðu trúað að væri í Odáða-
hrauni.22 Þannig voru leyndardómar hins óþekkta smám saman að
þoka um set fyrir könnunargleði nútímans í báðum löndunum og trú á
útilegumenn að láta undan síga.
Sjálfstæðisbarátta Islendinga, sem varð eitt helsta viðfangsefni flestra
íslenskra menntamanna upp úr miðri öldinni, virðist ekki hafa vakið
upp neinar efasemdir meðal þeirra um að Grænland væri tvímælalaus
nýlenda Dana. Jón Sigurðsson var a.m.k. þeirrar skoðunar að svo væri,
en sem kunnugt er leit hann stöðu íslands innan danska ríkisins allt
öðrum augum og taldi illa farið ef ísland yrði álitið nýlenda Dana með
sama hætti og Grænland, og sömu stjórnarhættir látnir gilda fyrir ls-
land og Færeyjar og Grænland.23 Skoðun Jóns hlaut almenna viður-
kenningu íslendinga og móðguðust þeir gjarnan mjög ef þeim og landi
þeirra var skipað á bekk með Grænlandi og Grænlendingum, eða öðr-
um hlutum danska ríkisins en Danmörku sjálfri. Þannig fór t.d. er
hafinn var undirbúningur að svonefndri „Nýlendusýningu" í Kaup-
mannahöfn árið 1904, en sýningin var haldin í Tívolí árið eftir. Þar var
til sýnis ýmis varningur frá nýlendum og hjálendum Dana, og var fyr'
irtækið á vegum danska heimilisiðnaðarfélagsins, Dansk Kunstflidforen-
ing, og átti að styrkja fjárhag þess. íslenskir stúdentar í Kaupmanna-
höfn, sem þá voru um 100 talsins, reiddust mjög þegar blaðafregnir
21 Jón Espólín: íslands Árbækr ísögu-formi Xll.-deild, bls. 174.
22 „Grænlandsför Nordenskiölds", ísafold, 12. sept. 1883, bls. 90-91.
23 ]ón Sigurdsson í ræðu og riti, bls. 107,129.