Saga - 1994, Page 172
170
KRISTJÁN SVEINSSON
Grænland virðist raunar ekki hafa átt mikil ítök í hugum íslendinga á
síðari hluta 19. aldar og í upphafi þeirrar 20. A þeim tíma var yfirleitt
ekki á annað minnst en ísland yrði áfram hluti danska konungsrík-
isins, jafnrétthátt öðrum hlutum þess, og hefði því í raun verið mark-
leysa að hefja máls á sérstökum kröfum til Grænlands við þær aðstæð-
ur, enda var það aldrei gert. Grænland var heldur ekki nefnt á nafn í
sambandslagasamningnum 1918, en er verið var að leggja drög að
honum í Reykjavík sumarið 1918 var þeirri málaleitan hreyft við dönsku
fulltrúana í samstarfsnefndinni að Færeyingum yrðu heimilaðar fisk-
veiðar í landhelgi íslands gegn því að íslendingum yrði veitt heimild
til að stunda atvinnurekstur á Grænlandi. Dönsku fulltrúarnir vildu
ekki sinna þessu í neinu, en bentu á að ef jafnrétti yrði með Islending-
um og öðrum þegnum danska ríkisins myndu þeir fá heimild til at-
vinnustarfsemi á Grænlandi jafnskjótt og hún yrði veitt dönskum
þegnum almennt.25
Nokkrum árum eftir gerð sambandslagasamningsins efldist áhugi a
Grænlandi meðal Islendinga mjög eins og síðar verður fjallað nánar um.
Samgöngur milli landanna voru þó litlar þar til á sjötta áratugnum að
skipulegar áætlunarferðir til Grænlands hófust frá íslandi og var
Grænlandsflug um skeið mikilvæg tekjulind fyrir Flugfélag íslands.2"
Fátítt var að Grænlendingar kæmu til Islands þar til reglulegar flug-
samgöngur hófust milli landanna. Slíkur atburður átti sér þó stað árið
1925, er danska gufuskipið Gustav Holm kom til ísafjarðar með 89
Grænlendinga innanborðs. Þetta fólk var að flytja búferlum til Scor-
esbysunds, núverandi Ittoqqortoormiit, á austanverðu Grænlandi, en
þar var þá verið að koma byggð á laggirnar að tilhlutan stjórnvalda.
Isfirðingar tóku á móti Grænlendingunum með skemmtanahaldi og
veitingum, m.a. var farið með um 60 þeirra í skógarferð þar vestra, en
Grænlendingar launuðu fyrir sig með því að leika listir á húðkeipum,
og þótti íslendingum mikið til koma er þeir veltu sér og bátunum af
mikilli fimi. Meðal þess, sem fram fór á ísafirði í tengslum við komu
Grænlendinganna, var að einn þeirra tók prestvígslu, og fór athöfnm
fram í ísafjarðarkirkju. Grænlendingar komu ísfirðingum vel fyrir
sjónir við það tækifæri; „ ... voru hreinlega búnir; framkoma þeirra
25 Einar Arnórsson: Grænlandsmálið, bls. 83.
26 Steinar J. Lúðvíksson, Sveinn Sæmundsson: Fimmtíu flogin dr, bls. 179. - Sveinn
Sæmundsson: Fullhugar á fimbulslóðum, bls. 117.