Saga - 1994, Side 176
174
KRISTJÁN SVEINSSON
þykkt jökulsins, lögun strandlengjunnar o.fl. Þá var einnig fjallað um
íbúa landsins og lifnaðarhætti og gerð grein fyrir þeim miklu lífshátta-
breytingum sem orðið höfðu í landinu með því að selveiðum hnignaði,
en fiskveiðar urðu mikilvægar, svo og sauðfjárrækt.36 Af þessu riti gátu
því íslenskir lesendur öðlast allgóða hugmynd um helstu þætti í nátt-
úrufari Grænlands og lifnaðarhætti og kjör Grænlendinga þó kaflinn
um landið og íbúa þess væri helst til stuttur.
Nýrri kennslubækur hafa ekki bætt mikið úr; Grænlands er þar að-
eins getið mjög stuttlega, og hafa Grænlandsfarar haft orð á þeim van-
köntum.37
III2. Viðhorf íslendinga, sem ekki komu til Grænlands,
til landsins og íbúa þess
Líklegt er að viðhorf þeirra manna sem aldrei komu til Grænlands en
rituðu samt sem áður eitthvað um landið eða íbúa þess séu dæmigerðan
fyrir skoðanir almennings á íslandi á þessum efnum en rit þeirra
manna sem gistu Grænland. Þeir, sem heima sátu, hafa að líkindum
endurómað í ritum sínum þau viðhorf sem hæst bar í samræðum Is-
lendinga um grannlandið og íbúa þess og vegna þess að þekking a
landinu var lengi næsta lítil, er ástæða til að gera skýran greinarmun a
viðhorfum þeirra, og hinna sem kynnst höfðu Grænlandi af eigin raun.
Séra Jón Bjarnason á Ballará, áhugamaður um Grænland, skýrði fra
því laust eftir 1760, að landar hans tækju þeirri hugmynd hans að flyþ'
ast til Grænlands afar illa, m.a. vegna þess að Skrælingjar, þ.e. innfædd-
ir Grænlendingar, væru að þeirra mati grimmir, villtir og þjófgefnir.38
Ekki er ljóst hvað bjó að baki þessum skoðunum því ekki höfðu íslend-
ingar staðgóða vitneskju um Grænlendinga á þessum tíma. Sjálfsagt
hafa þó einhverjar fréttir af samskiptum Dana og Grænlendinga bor-
ist til landsins, en líklegast er að mönnum hafi litist ráðagerð Jóns
prests óráðleg; viljað letja hann til fararinnar og því síst dregið úr nei-
kvæðum lýsingum á hinum óttalegu Skrælingjum.
Einar Benediktsson skáld, sem haldinn var óslökkvandi Grænlands
áhuga, var einn þeirra manna sem álitu að Grænland hefði verið ný'
36 Lönd og lýðir IV. Danmörk, bls. 247-53,256-58.
37 Sunneva Hafsteinsdóttir: „Prjónaskapur á Grænlandi", bls. 184.
38 Hannes Þorsteinsson: „Grænlandsþættir m.fl.", bls. 223.